Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Page 110
SMALAÞÚFAN.
Æskuminningar frá íslandi.
Eftir Finnboga Hjálmarsson.
Hæruskotinn, meÖ löng brúnahár, hátt nef, grettur
og kinnfiskasoginn, sit eg nú á skák minni og gný kné-
kollana að gamalla manna sið.
Hugur minn flýgur víÖa, hann ryfjar upp þátt og
þátt af því, sem hefir borið fyrir hann á sextíu og fimm
ára feröalagi, og staðnæmist hjá smalaþúfunni, sem hann
unni í æsku og á flestar æskuminningar hjá. Skógarás
þúfa! hjá þér nemur hugur rninn staðar. Hann hallar
sér upp að brjóstum þínum eins og hann gerði svo oft á
unglingsárunum. Ennþá einu sinni vill hann skoða
myndabókina þína. Þar sér hann myndina, sem hann
hefir geymt í fylgsnum hjarta síns. Nú ætlar hann að
lesa úr henni fyrir þig, svo þú getir sjálf dæmt um það,
hvað vel hann hefir efnt það sem hann lofaði þér, að
gleyma því aldrei. Endurminningarnar frá löngu liðn-
um samverutíma okkar, vaka enn í huga mínum. Þær
heimta af mér og skipa mér að minnast þin og æskuleikja
okkar. Þeim finst það lýsa vanþakklæti og ræktarleysi
hjá mér, að þegja um þaS, þegar þú varst að sýna mér
myndir af útsýninu frá sjónarhæð þinni, og kenna mér
að þekkja Guð og dást að verkum hans í því, sem blasti
fyrir sjón minni.
Jú, eg man ennþá eftir myndunum þínum mörgu og
fögru þó nú séu fimtíu ár liðin síðan eg skoðaði þær.
Myndin, sem þú ljósmyndaðir sjálf á hjarta mitt og