Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Page 111
101
baÖst mig að muna í minningu um þig, var af heiðskýrri
júní-nótt. Eg man líka hvernig þú varst búin, þú hafðir
klætt þig í græna sumarkjólinn með baldurbráar hnöpp-
unum. En beltið, sem þú spentir um mittið var ofið úr
holtasóleyjum.
Eg átti að sitja hjá kvía-ánum þessa nótt. Eg lét
þær dreifa sér um matborðið fyrir neðan fótstall þinn.
Það var nýlega búið að færa frá,—taka frá þeim það.
sem þeim var kærast, og þær höfðu unnað heitast, það
voru lömbin þeirra. Sárasti söknuðurinn hafði sefast.
Þær eldri báru harm sinn í hljóði. Þær höfðu orðið
fyrir þessu mótlæti áður. Þær álitu bezt að taka þessu
með stillingu. Ekki var til neins að bera fram kveinstafi
sína við mennina, hjá þeim var enga harmabót að fá. En
voteygar voru þær og þungt hugsandi. Þær yngri báru
ekki harm sinn með eins miklu jafnaðargeði, þær jörm-
uöu og hlustuðu og horfðu i allar áttir, þær lyktuðu að-
eins af réttunum á matborðinu, reistu svo upp höfuðin
og jörmuðu. Öll þessi grátstorknu augu störðu á mig,
þær álitu víst að eg hlyti að vera valdur að öllum þeirru
hörmum og ástvinamissir.
Eg sárkendi í brjósti um þær, hraðaði mér frá þeim,
gekk upp til þin og hallaði mér upp að brjóstum þínum.
Þaðan sá eg glegst myndina af sveitinni minni, Þistil-
firði, þessa skafheiðu júní-nótt. Þú hafðir valið þessa
mynd sjálf til að sína mér, þú bentir mér til vinstri hand-
ar. Eg skildi það svo að þar ætti eg að byrja að lesa —
út við sjóndeildarhringinn teygði Rakkanes tána út í sjó-
inn klumbu-vaxið og niðurlútt, þar inn af rísa Krossa-
víkur björgin hvassbrýn og kempuleg, þar næst Krossa-
víkin sjálf, kvos-mynduð með bóndabýliö nöfnu sina í
kjöltunni. Þar suður af er Loki, kistumyndaður og
stingur gaflinum út í Kollavíkina, beint þar á móti er
Viðarfjall riðvaxið og svimhátt með nibbu upp úr herð-
Almanak 1928, 5«