Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Page 112
102
unum, sem er nefnd Geirlaug. Hún lýtur niÖur a'ð Loka
eins og hún ætli aÖ kyssa hann í hvirfilinn. Norðaustur
frá Viðarfjalli skagar RauSanes. Framan við það standa
tveir bjargdrangar, sem nefndir eru Stakkar, 'þeir eru
tröllvaxnir og hamramir, enda hafa þeir frá ómuna
tíð þreytt fang við norðan hafrótið fbritnið), og ekki
hopað hársbreidd. Suður af Viðarfjalli er Hlermundar-
fell, lágt en fagurvaxið. Næst til suðurs er Flautafell,
stórvaxið með klettabelti um ennið, þar til suðurs gnæfa
Svalbarðs-núpar, háir og bungu-myndaðir, þeir eru sveit-
arverðirnir heiðar megin. Norður af þeim er Kvíyndis-
fjall, í laginu eins og heylön. Austur frá því er Balafell,
allhátt fjall en vindblásið og gróðurlítið. Til hásuðurs
í mikilli fjarlægð rísa Heljardalsfjöll, tignarleg og fögur,
norður frá þeim er Stakfell, hátt og glæsilegt, norður
frá því liggur Dalsheiði, mikil ummáls og flöt, vaxin
margs konar grasafjölda, lyngi og víði.
Sveitin þar, sem bygðin er þéttust skiftist í tungur
afmarkaðar af ám. Vestast er Svalbarðsá, þar næst
Sandá, þá Flólkná og austast Flafralónsá. Þessar tung-
ur heita Svalbarðstunga. Álandstunga og Dalstunga.
Sveitin deilist öll í ása og mýrarflóa milli fjalls og fjöru.
Þegar eg hafði skoðað þennan part myndarinnar var kom-
ið undir lágnætti. Eg sat hugfanginn og horfði á fjöll-
in, þessa svipmiklu verði sveitarinnar. Mér flaug í hug
hvaða makalaust sultarsáð maðurinn er í samanburði við
fjöllin, þessa íturvöxnu blástakka.
Yzt við hafsbrún lágu útlendu fiskiskipin fimtíu og
sex að tölu, þau röðuðu sér með svipuðu millibili þvert
yfir mynni fjarðarins frá Rakkanesi til Langaness, sum
höfðu felt seglin ofurlítið, en önnur láu undir fullum
seglum.
Sólin rann yfir Rakkanesið og bauð góða nótt með heit-
um geisla-kossi og stefndi svo út á hafið á leið til Langa-