Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Page 114
104
inni heiticS að Ósi. Nú runnu þær krystallstærar út í
þessa spegilfögru eilífð,—hafið.
Hópur af lóum sat á hóltoarði og horfði á sólin sumur,
stungu nefinu undir vængina á mis réttu þá svo út og
hristu þá. Sólskríkja sat á steini og var að laga fjaðrirn-
ar í brjóstdúknum sínum. Spóinn svaf með nefi'S undir
vængnum, hann vaknaði, teygði úr hálsinum og hristi
sig. Kvíféð lá í ró og jórtraði. Tvær tóur læddust eftir
skorningi austan í Ásnum, það voru hjónin frá Hæða-
þúfu greninu. Þau höfðu skotist norður að sjónum til
að sækja mat í morgunverð handa fjölskyldunni, þau
þurftu að nota nóttina til allra búsaðdrátta. Þá sváfu
verstu óvinir þeirra fmennirnirj. Þeir höfðu dæmt þær
til dauSa fyrir það að fæðast Nú voru þau á heimleið
með sinn fuglinn hvort.
Strax og sólin hóf sig, flugu lóurnar upp og byrjuðu
lagið við morgunsólina, sem þær höfðu ort meðan þær
sátu á hólbarðinu. Eg heyrði fyrstu hendingarnar, sem
hljóðuðu svona: “Hefjum nú óttusöng, hátt upp frá
jörðinni rísum. Á heiðskýrri Jönsmessu almætti skapar-
ans prísurn. Fleiri söngfugla-raddir blönduðust saman
við lóu-kliöinn, svo ekki heyrðust nein orðaskil; því
allar tungur lofts og láðs léku á eina hörpu. Hólar og
hæðir endurtóku sönginn og umdu við. Hjarta mitt
fyltist fögnuði yfir þvi, seni eg sá og heyrði. Hvar var
eg staddur?
Eg var staddur við morgunmessu í kirkju Guðs, þar
sem hann sjálfur stóð fyrir altarinu og prédikaði og
vígði daginn öllu til arðs og yndis, sem vaknaði upp af
nætur blundi og vildi kannast við hann sem náðargjöf
frá sjálfu alveldinu. Hvernig hugsaði unglingurinn, sem
sat á smalaþúfunni, þetta, sem hann sá og heyrði í sam-
ræmi við kirkju?
Sveitin sjálf var kirkjan, fjöllin voru kirkjuveggirn-