Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Síða 116
106
Þér var gott að kynnast. Á þína kenning var heilnæmt
aS hlusta, þú ert himinborin og saklaus, þú hlustar aldrei
á neitt annað en tungur loftsins og tóna nátúrunnar, í
þeim heyrir þú raddir almættisins. Af hverju er betra
a'Ö fræÖast, en því sem er saklaust og syndlaust? Vertu
sæl! ViÖ sjáumst aldrei framar.
Hvernig Benjamín Franklin kom á gang
sögunni um Polly Baker.
“Benjamín Franklín,” segir enski rithöfundur-
inn Walpole, “setti nýjan blæ á samtíð sína.” Menn
sem liföu samtímis honum, voru glaðari vegna þess
að hann lifði. ímyndunarafl hans var ríkt, og hann
braut oft heilann um það, sem hvorki kom við
stjórnmálum, vísindum né bókmentum.
Franklin var svo gefinn fyrir spaugsemi og
sögutilbúning, sem lítill eða enginn fótur var fyrir,
að hann tali sannsöglina naumast með höfuödygð-
unum. “í “Poor Richard’s Almanack”, sem hann
gaf út, eru tólf hundruð heilræði um sparsemi,
sjálfsafneitun, reglusemi og iðjusemi, en aðeins ör-
fá, sem lofa sannsöglina.
Sú bezta skröksaga, sem Franklin bjó til —
og líklega ein sú bezta, sem nokkurntíma hefir ver-
ið búin til — var um ógiftan kvenmann, sem hann
nefndi Polly Baker, en sem aldrei var til. Ræða,
sem þessi kona átti að hafa haldið frammi fyrir
dómurunum, hafði nýja siðferðiskenningu að
geyma. Hún hafði áhrif á stjórnarbyltinguna á
Frakklandi og varpaði skugga á orðstýr kvenna^ í
brezku nýlendunum í Ameríku. í nærri þrjátíu ár
skemti Franklín sér á laun við að taka eftir, hvern-