Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Page 117
107
ig sagan náði meiri og meiri útbreiðslu, og við
deilurnar, sem af henni risu.
Tímarit eitt, sem var gefið út í Lundúnum, og
sem hét “The Gentleman’s Magazine”, flutti ýmsan
skrítinn fróðleik. Það hafði mikla útbreiðslu í
Ameríku, og Franklin ritaði í það einstöku sinnum.
í aprílnúmerinu 1747 var prentuö í því ræða, sem
að “vesalings ógæfusöm kona, sem ekki hafði ráð
á að borga lögmönnum” hélt “fyrir rétti í Con-
necticut í grend við Boston í Nýja Englandi”. Þetta
var, eftir því sem að stóð í tímaritinu, í fimta sinn,
sem hún var dregin fyrir lög og dóm fyrir það að
eignast lausaleiksbarn. Og svo áhrifamikil var
ræða hennar, að henni var slept, og næsta dag gift-
ist einn dómarinn henni.
Sagan af Polly Baker var endurprentuð hvar-
vetna þar sem enska var töluö, og hún var þýdd á
ýms tungumál. Rithöfundur einn, sem þá var uppi,
sagði að þessi yfirlýsing um náttúrleg persónurétt-
indi hvers kvenmanns, væri “í höndum hvers ein-
asta manns, sem kynni að lesa ensku.”
Abbé Raynal, frakkneskur sagnfræðingur og
höfundur hinnar áhrifamestu bókar síns tíma, not-
aði ræðu Polly Bakers til þess að sýna, hversu mik-
ið hugsanafrelsi ætti sér stað í brezku nýlendun-
um. Parísarþingið lét brenna bókina á báli opin-
berlega og höfundurinn varð að flýja til þess að
bjarga lífi sínu.
Enskur villutrúarmaður, Peter Annet að nafni,
sem gaf út ræðu Polly Baker’s með skýringum, var
dæmdur í fangelsisvist í Newgate-fangelsinu í
Lundúnum, og var tvisvar settur í gapastokk fyrir
“að útbreiða guðlastandi og djöfullegar trúleysis-
skoðanir”.
Bréf birtist í “The Gentleman’s Magazine”, og
er haldið að Franklin hafi komið því á framfæd,
sem skýrði frá, að hin upprunalega Polly Baker
væri kona yfirdómarans í Massachusetts. Út af
Pví, var höfðað meiðyrðamál, sem rétt aðeins var