Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Page 120
110
átt börn, án þess að vera gift, og þannig verið orsök
í að þeir hafa tapað pússunartollinum. En get eg
átt sök á þessu? Eg skírskota máli mínu til yðar,
háttvirtu dómarar. Yður þóknast að játa, að hjá
mér sé ekki um vitskort að ræða; en eg hlyti þó að
vera svift öllu réttu viti, ef eg kysi ekki heldur heið-
arlegt hjónaband en að lifa eins og eg hefi lifað. Eg
hefi ávalt verið fús til þess að giftast, og er það
enn; og ekki get eg efast um að eg stæði vel í þeirri
stöðu, þar sem eg hefi til að bera dugnað, sparsemi,
frjósemi, hagsýni og annað það, er eiginkonu má'
prýða. Eg skora á hvern sem er, að sanna, að eg
hafi nokkurntíma hafnað nokkru þesskonar boði.
Þvert á móti tók eg með glöðu geði móti því eina
giftingartilboði, sem til mín hefir verið gert um
mína daga.’’ — Þýtt.
Konur keyptar fyrir tóbak.
Það er ótrúlegt en samt er það satt að nýlendu-
menn í Virginíu gátu á árunum 1619 til 1621 náð sjer í
konur með því að lofa að borga 120 pund af tóbaki fyrir
hverja. Kostaboð þessi komu frá embættismönnum
stjórnarinnar á Englandi, sem gerðu sér það að tekju-
grein að flytja út laglegar, ungar stúlkur frá Englandi í
þessu skyni.
Níutíu ungfrúr, “ungar og óspiltar, ’ voru í fyrstu
sendingunni, sem korn til Jamestown. Nýlendumenn
flyktust að landtökustaðnum og völdu sér ektamaka alveg
formálalaust, nema hvað þeir kinkuðu kolli. brostu og
spurðu: “ertu til með að taka saman við mig? Hjóna-
vígslan var svo framkvæmd tafarlaust þar á staðnum. Að
kvöldi þessa eftirminnilega dags héldu níutíu menn
heim aftur í bjálkakofa sína með konur, sem þeir vissu
naumast hvað hétu.
Áður en þessi mikli innflutningur til Virginíu á