Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Side 121
111
konnm á giftingaraldri hófst, voru mjög fáir menn þar,
sem ætluðu sér að setjast að fyrir fult og alt í nýja land-
inu. Aðaltilgangur þeirra var að safna auði og halda svo
heim aftur til föðurlandsins eins fljótt og auðið vœri.
Embættismenn stjórnarinnar tóku að sér, að útvega þeim
konur, til þess að þeir. sem óyndi var í, settust að fyiir
fult og alt, stofnuðu heimili og komu upp fjölskyldum.
Fyrstu konusendingin, sem send var til reynslu,
reyndist svo vel, að á næstu árunum á eftir var ráðist í
all-mörg samskonar fyrirtæki. Með einum stúlknahópnum
sem kom síðari hluta sumars 1621, kom svo hljóðandi
bréf frá stjórnarumboðsmönnunum í Lundúnum:—
“Hér með sendum vér nokkur konuefni handa
mönnum í Virginíu—eina ekkju og ellefu ungfrúr. Þær
hafa verið valdar með mestu varúð, og engin hefir
verið tekin nema að hún hafi haft beztu meðmæli. Næst-
um fimtíu aðrar verða sendar mjög bráðlega—þær eru
sendar af vorum Háttvirta lávarði og gjaldkera, jarlinum
af Southampton og nokkrum öðrum dánumönnum, sem
líta svo á, að nýlendan geti aldrei þrifist, nema að fjöl-
skyldur séu gróðursettar þar. Svo er fyrir mælt, að hver
maður, sem giftist stúlku úr þessum hópi, borgi fyrir hana
hundrað og túttugu pund af tóbaki,
Það er ósk vor að gifiingarnar séu frjálsar og nátt-
úrlegar, og vér viljum ekki að þessar stúlkur séu táldregn-
ar og giftar vinnumönnum, heldur skulu þær giftar
þorgurum og leiguliðum, sem hafa næg efni til þess að
standast straum af þeim. Vér biðjum yður þess vegna að
ganga þeim í föður stað í þessu kvonfangsmáli og að
neyða þær ekki til þess að giftast þvert á móti vilja
sínum.”
Tóbakið sem heimtað var af hverjum nýlendubúa,
er tók sér eina af þessum konum átti að ganga til þess
að borga fyrir flutning þeirra yfir hafið. Tóbak var lög-
legur gjaldeyrir í nýlendunni á þeim tímum.