Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Page 131
121
26. des. 1926— GuðrítSur Kristjánsdðttir að heimili sínu í Swan
River bygð, ekkja Jóns Guðmundssonar (dáinn á íslandi).
Foreldrar hennar: Kristján Einarsson og Anna Jónsdóttir,
sem lengst bjuggu á Barmi í Barðarstrandars. Fædd 9 okt.
1856.
30. des. 1926—Helga Helgadóttir, kona Sæmundar Jakobsson-
ar (Jackson) bónda við Svold i N. Dakota. Helgi Sæmunds-
son og Arnfríður Jónsdóttir voru foreldrar hennar og bjuggu
á Ferjubakka í Mýras. og þaí' var Helga fædd 1857.
30. des. 1926—Óskar, sonur Benedikts Sæmundssonar í Chicago;
Dó I Montreal 31 árs að aldri.
31. des. 1926—Helga, kona Sæmundar bónda Jackson við Svold
pósthús I N. Dak.; 70 ára.
JANÚAR 1927.
1. Magnús Kaprasíusson í Langruth, Man., ættaður úr Lunda-
reykjadalnum, fæddur 23. des. 1857.
1. Gísli Egilsson, bóndi í Lögbergs nýlendu.
2. Jórunn, kona porviös Halldórssonar bónda við Kandahar,
Sask.; 46 ára.
2. Sigurbjörn Rosenkranz, sonur Stefáns Árnasonar bónda I
Grunnavatnsnýlendu; 16 ára.
3. Halldór Valdason í Winnipeg; 68 ára.
5. Eiríkur bóndi í Odda við íslendingafljót, sonur Eymundar
Jónssonar og konu hans Steinunnar Sveinsdóttur I Kumla-
vík á Langanesi. Fæddur 11. des. 1844. Fluttist frá ís-
landi 1878.
7. Tómas Pálsson Tómassonar bónda við Mozart, Sask.; rúm-
lega tvítugur.
8. Sigurður Magnússon Breiðfjörð, bóndi í pingvallanýlend-
unni. Fæddur á Hamarlandi í Reykhólasveit við Breiða-
fjörð 11 apríl 1849.
1l Friðrik Helgi, sonur Stefáns Helgasonar bónda við Elfros,
Sask.; 20 ára.
33. Kristín Bjarnadóttir, ekkja Klements Porleifssonar í
Mozart-bygð I Sask.; Fædd í Hnífsdal við Isafjörð árið
1874.
36 Sigurlín, kona Jóns Sigurgeirssonar á Söndum í Mikley.
Var hún dóttir Halldórs Halldórssonar og Guðrúnar Guð-
mundsdóttur, sem fluttust frá Islandi 1878 og námu land í
Mikley, var hann úr Stafholtstungum en hún úr Borgar-
fjarðars. ættuð. Fædd 28. olct. 1879.
t Elizabet Jónsdóttir á Betel, ættuð úr Langadal í Húna-