Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Síða 124

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1909, Síða 124
102 ÓLAFUK S. THOKGEIRSSÖN I ung-um stúlkuni og efnilegum piltum voru áheimleið fótgangandi frá nauta-ati. Þáð lá vel á þessu unga fólki, og það hafði parað sig saman svo vel sem varð, þannig', að sveinn og meyja voru tvö og tvö í hóp út af fyrir sig. Við brautarjaðarinn stóð unglingsmaður, svo tötralega búinn, að hér og þar sást í nakið hörundið gegnum larfana. Hann var að biðja sér beina, — biðja um bita brauðs til að bjarga lífinu, því nær- ingarlaus hafði hann gengið meir en sólarhring. Þetta var sagan sem hann sagði þeim, er fram hjá gengu. Og þó vöðvar hans væri þéttir og hörund hans dökkt og sólbrunnið, bæri ekki vott um lang- varandi sult eða vosbúð, þá bar hann samt þau merki, er sýndu að hann sagði satt.— Hann var mjög tekinn til augnanna og kinnfiska- soginn, og á hans aldri gat það ekki stafað af öðru en þreytu eða hungri eða hvorttveggja. En þetta unga fólk hafði nú um annað að hugsa en tötrum bú- inn betlara. Það var að svngja spánskar ástargælur og þess á milli að hvíslast á og hlægja. Við aumingjanum litu fáir og færri buðu honum bróðurhönd og hjálp. Þrjár ungar stúlkur gengu sér. Þær voru þéttvaxnar og blóm- legar, og æskublærinn og unglingsfjörið dansaði milli rósahvíslanna á vöngum þeirra. Þær heyrðu bæn aumingjans, stöldruðu við og gengu svo til hans. Þær vöru enn að hlægja, er til hans kom, en hláturinn umhverfðist snögglega í meðaumkun. Hin elzta þeirra— ekki meir en tvítug að aldri — fór ofan í veski sitt og tók upp einn ,,ríl“ (=5 cents) og rétti honum. ,,Auðmjúklega þakka eg þér, ungfrú!“ sagði beiningamaðurinn og hnevgði sig með lotningu. Þá tók önnur upp ,,pesata“ ( —20 cents) og gaf honum. ,,Guð launi þér, göfuga ungfrú!“ sagði þá beiningamaðurinn í klökkum róm. Sú þriðja, hin yngsta þeirra og fallegasta átti ekki ,,pesata“ til, — ekki einu sinni einn einasta ríl. Hún átti ekkert fémæti til að gefa. -— Meö hverju gat hún þá glatt aumingjann og verið jafnsnjöll hinum? Hún stóð augnablik áhyggjufull, leit svo á þær stöllur, þá til jarðar, og að síðustu á beiningamanninn. Svo rétti hún alt í einu úr sér, tilti sér á tær og — kysti hann. Beiningamaðurinn stóð sem höggdofa og gat ekki stunið upp einu þakkarorði. En í þessarri svipan gekk blómsali fram hjá, með körfu fulla af angandi blómvöndum. f sömu andránni gleymdi bein- ingamaðurinn feimninni, glevmdi böli sínu og hungri, gleymdi öllu. Hann vatt sér að blómsalanum, fekk honum báða skildingana og tók í staðinn fallegasta blómvöndinn. Og yfirkominn enn af undrun og þakklæti, þögull og með hneygðu höfði, rétti hann biómvöndinn að meyjunni, sem óbeðin gaf honum það bezta sem hún átti. [Eftir ,,ferðalang á Spáni“]. E.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.