Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1916, Qupperneq 54
46
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
og síðan að Egg í Hegranesi. Og þaðan fór hann vestur
um haf 1874 og varð honum samferða hálfsystir hans
Ragnheiður Halldóra, er síðar giftist Gísla Egilssyni, frá
Skarðsá í Sagafirði, og nú búa í IÁjgbergsnýlendu. Fóru
þau systkini af Sauðárkróki 7. scptember með gufuskip-
inu Patriek, sem það ár flutti vesturfara frá íslandi beint
til Quebec. Eitt ár voru þau i Ontario og fóru síðan f
fyrsta hópnum, vestur til Manitoba alla leið til Gimli.
Kvæntur er Jósef Kristínu Jónasdóttur frá Harastöð-
um í Haukadal, systuf Einars Jónassonar, liins góðkunna
læknis, er nú á heima á Gimli og oft hefir verið minst í
þessu almanaki. Séra Jón Bjarnason gaf þau saman í
hjónaband 19. júlí, 1877, ásamt þrem öðrum lijónaefnum
í húsi Friðjóns Friðrikssonar á Gimli. (Hin hjónaefnin
voru: Árnl Sveinsson og Guðrún Helga Jónsdóttir; Jón
Jónsson, frá Munkaþverá og Guðný; Gísli Egilsson og
Ragnheiður Halldóra; er þeirra áður getið).
Eftir tvö og hálft ár tóku þau sig upp og fluttu til
Norður-Dakota. Hafði Jóhann Hallson, stjúpfaðir lians,
þá fyrir nokkru (1878) 'iiumið land, þar 'sern heitir að
Hallson og fýsti Jósef að fara á eftir. Lagði liann á stað
frá Gimli fótgangandi í fylgd með tveim öðrum og ráku
sextán nautgripi. Þar af átti Jósef tvær kýr, sem var
iileigan. Þegar suður til Pembina kom, varð að láta toll-
þjóna vita um ferð þeirra. Enga peninga höfðu ferða-
ménnirnir til að lúka með tollinn. Segir Jósef svo frá að
tiann hafi þá tekið til bragðs, að reka f rétt skamt fyrir
aorðan bæinn helming af tölu gripanna, en farið með
tiinn helminginn tii bæjar í þeirri von að þeir mundu
Iremur sleppa í gegn með svo fátt án þess að borga toll,
en það brást og var önnur kýr lians tekin í tollgjaldið.
Taldi hann sig samt heppinn að hafa tekið þetta ráð
því annars hefði hann enga kúna haft til að byrja með
búskapinn þar syðra. Nam hann land við Tungá, eigi
ail-langt frá stjúpföður sínum. Eftir að þangað kom, fór
hann að byggja kofa yfir þau og vinna önnur nauðsynja-
verk. Lagði svo af stað seinni part sumars gangandi á
annað hundrað mílur að leita atvinnu. Fékk vinnu við
þresking um tvo mánuði fyrir $1.00 á dag. Sneri að þeim