Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1916, Page 92
84
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
margt, auk þess sem hann er mjög gestrisinn, eins og
margir landar vorir eru. Hvað stjórnmálum viövíkur, er
hann mjög ákveðinn “republican”, en hæverskur, og gott
að koma máli sínu fram við hann. Vel er hann heima í
lögum þessa lands; hefur hann orðið mörgum að liði,
bæði löndum vorum og öðrum í þeim sökum. — Sem
fréttaritari, held eg fáir hafi komist til jafns við hann, að
minsta kosti, enginn gert betur, sem eg tilveit, vegna þess,
að liann hefir jafnan haft svo snoturt lag á að krydda
ritgerðir sínar með ýmsum skrítlum, sem hafa iýst andans
fjöri, og allir liafa gaman af að lesa, sem ekki er nein und-
ur, því maðurinn er dável hagmæltur, en alt er það mein-
laust, skrítlur hans og kveðskapur.
f öllum félagsskapar-málum, hefir hann jafnan verið
með þeim fyrstu og fremstu, og styrkt félagsskap, bæði
í orði og verki. Hann var hin fyrsti hvatamaður að
stofnum verzlunarfélags íslendinga hér; sömuleiðis lestrar-
félagið, Þjóðminningarfélagið, og fleira, og oftast forseti
þeirra. Hann hefur líka verið aðal-yfirmaður hins vold-
uga “Maccabee”-félags hér í bænum, og ríldnu, svo árum
skiftir, og lagt undirstöðuna til þess sem það félag er nú
orðið hér í bænum. Hann hefur líka verið umboðsmað-
ur og útsölumaður ýmsra verzlunarfélaga síðastliðin 15
ár, og farnast vel.
Margt fleira mætti rita hér um Einar, og geta ýrnsra
merkra viðburða, sem komið liafa fyrir á lífsleið lians,
ef tími og rúm leyfði.
Vér Islendingar í Spanish Fork, höfum orsök til að
vera stoltir af Mr. Johnson, vegna hans miklu og góðu
hæfilegleika; líka þess, að hann ritaði iandnámssögu
þátt okkar svo ágætlega, og síðast af því að hann er sann-
ur íslendingur.
G. E. Bjarnason,
frá Hrífunesi í Vestur-Skaftafellssýslu.
-iiiáa 4 ao .'iea i>Lfl umiyil niian isj'iui ott jgaí.j.u-j-:.
___ ■. t_I ......,„..A Inntg