Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1916, Side 38
30
ÖLAFUR s. thorgeirsson:
þaS er, aS þeir firnast seinna en flestir sálmar aSrir.
Hann lætur sér þar einmitt hepnast svo ljómandi vel
aS draga fram hiS almenna,koma fram meS þær liugs-
anirnar, sem heyra öllum öldum til og ávalt finna
jafn-hátt bergmál i sálum manna, en forSast aS troSa
sálma sína fulla af trúfræSi, sem ávalt er meira og
minna tímabundin, og farin er aS setja ellimörk á svo
margan ágætan sálm eftir aSra höfunda.
Oft er talaS um eftirmæli Matthíasar sem hiS
einkennilegasta í skáldskap hans og er þaS sjálfsagt
aS mörgu leyti rétt. Trúarhitinn, sem hann geymir í
brjósti sér og hann hefir öSlast aS vöggugjöf, hinn
frjálsmannlegi skilningur hans á tilverunni, bjartsýn-
iS, sem breiSir sig yfir alla ljóSagerS hans eins og
dýrlegt sólskin, fær hvergi betur aS njóta sín en þeg-
ar erhann horfir af grafarbarminum yfir í aSra tilveru
eftir einhverjum horfnum samferSamanni. Enda
þurfum vér aldrei eins á öllu þessu aS halda eins og
einmitt þá. En á hinn bóginn má gera mikils til of
mikiS af aS hef ja ágæti eftirmælanna langt yfir annaS
í ljóSum hans, því þaS hverfir skilningi manna á
skáldgáfu hans. ÞaS má með engu móti gera skáldiS
okkar góóa eins langan í andliti og útfararstjóra. ÞaS
hefir hann aldrei veriS og verSur aldrei. Hann hefir
verið einn allra-mesti gleSimaSur þessarar kynslóSar
meS þjóð vorri. GlaSværSin, leikurinn, kátínan hefir
ávalt orðiS honum samferSa, þótt hann kunni líka
svipbrigSi alvörunnar, þegar harmar og söknuSur er
á ferSum. Þau einkennin, sem gera eftirmælin ágæt,
eru eiginlega sömu ummerkin og öll ljóð hans hafa,
þar sem liann sýnir innra mann sinn bezt.