Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1919, Síða 32
OLAFUR S. THORGEIRSSON
Þessa mótbáru hafa vísindamenniruir ekki getaS
hrakiS. Framþróunarkenningin gerir ráS fyrir aS *
einstakar lifandi frumur hafi verió til frá byrjun og
aS þær hafi þroskast og fætt af sér nýjar lífsmyndir,
sem svo smá uxu aS kröftum, fengu fætur, hendur,
augu og eyru, eftir því sem þörf var fyrir. Fram- *
þróunarkeSjan var næstum fullkomin, og náði alla
feiS frá hinni einstöku frumu, sem er svo smá aS hún
sézt ekki nema í smásjá, og svo ófullkomin að þaS
vottar ekki fyrir sálarlífi hjá henni —- náSi alla leió
frá henni upp til skynsemi gæddrar veru mannsins.
Margir vitrustu menn hafa rakiS þroskunarsögu lífs-
ins, gegnum ótal margar myndír dýralífsins, upp til
mannsins, sem er hin fullkomnasta mynd lífsins, En
þeir hafa ávalt þegjandi gert ráS fyrir því, að lífiS
liafi veriS til á sínu allra lægsta stigi; þeir hafa ekki
reynt aS komast fyrir uppruna þess.
Dr. Osborn, sem er formaSur American Museum
of Natural History, hefir sett fram úrlausn á gátunni
um uppruna lffsins í fyrirlestri, sem hann hélt nýlega
fyrir læknafélagi í New York. Þessi úrlansn hefir
vakiS mikla eftirtekt og margir lærSustu vísindamenn
í Ameriku aShyllast hana.
Dr. Osborn hugsar sér jörSina eins og hún var
áSur en nokkurt líf var til á henni, þegar hún var í
eyði og tóm og ekkert var til á henni nema berir
klettar, jarSvegur, loft og vatn. Yfir þessari líflausu
eySimörk efnisins léku lofttegundir og óbundin efni,
sem nú eru viSfangsefni vísindamannanna. JörSin,
sem hafSi myndast út úr sólkerfinu, var leikvöllur
ógurlegra krafta ; og í samsteypu þeirra og vegna á-