Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1919, Síða 43
ALMANAK 1919
37
hann þar til í febrúar 1917, aS hann seldi land og bú
og fór til Winnipeg til lækninga; hafSi sú ferS nokk-
urn árangur. Nú eru þau hjón búsett í Wynyard,
Sask. — Auk Egils, sem áSur er getiS, eiga þau eina
dóttur barna, Margréti aS nafni, er giftist Ontario-
manni af enskum ættum, Milton Craik, sem nam hér
land, en lézt 1915. Nú býr ekkjan á keyptu landi,
n.a. J4 32, 31, 18. Þau eignuSust 5 drengi sem hún
elur upp. — Jens Laxdal hefir veriS hneigSur til lest-
urs og haft skýrar fjármála og stjórnmála skoSanir.
MæSgurnar eru myndarlegar atkvæSakonur.
Hermann ísfeld, bróSir Hólmgeirs fsfeld, sem fyr
er getiS, tók n.a. 14, 22. Þetta land seldi hann og
keypti land í Argyle, og býr þar. Kona hans er dótt-
ir Jósefs Sigvaldasonar (Walterson) í GarSar-bygS,
N. Dakota.
Jón Ásgrímur Reykdal keypti land Hermanns ís-.
feld, og flutti á þaS voriS 1912, ásamt föSur sínum,
Jóhanni Jóhannssyni frá Fótaskinni, í ASal-Reykja-
dal í S. Þingeyjarsýslu. Foreldrar Jóhanns voru Jó-
hann Ásgrímsson. og Rósa Halldórsdóttir; en kona
hans var GuSrún SigríSur, dóttir Ólafs og Rannveigar
á Hjalla í Reykjadal. Frá Islandi fluttust þau hjón
áriS 1878 til Nýja íslands, til Winnipeg 1880 og til
Argyle 1882. ÁriS 1912 tók J. Á. Reykdal n.a. /4,
30; þaS land lét hann fyrir heimilisréttarland K. Th.
Jónassonar, n.v. J4> 22. ÁriS 1913 nam Jóhann
Reykdal s.v. |4, 2 7. Hinn 12. júní 1917 andaSist
hann. Var hann maSur vel gáfaSur, sjálfstæSur í
skoSunum og viSbrigSa orSheppinn í bundnu og ó-
bundnu máli. Óvenju skýrir og mannúSlegir voru
dómar hans um suma Þingeyinga, er eg hafSi kynst.-—
Kona J. Á. Reykdals er Jónína Kristjana, dóttir Jóels
Gíslasonar og ASalbjargar Björnsdóttur á Bakka á
Tjörnesi. Kona Jóels er Kristbjörg Rósa, dóttir
GuSna Þorkelsonar og Kristínar Jóhannsdóttur, Ás-
grímssonar á Fótaskinni. Dreng eiga þau, sem heitir