Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1919, Page 63
ALMANAK 1919
67
Þorstein. — Þorsteinn IndriSason keypti áriS 1918 s.
v. J4> 30-31-18. Hann hefir líka verzlun í Kandahar
og Dafoe, meS almennar vörur, og hefir búiS nokkur
ár í Kandahar. Þorsteinn IndriÖason er mikill dugn-
aSarmaSur og þau hjón eru bæði vel gefin.
Guíijón Vopni er sonur Jóns Jónssonar á Lýtings-
stöSum í VopnafirSi og Bjargar Gu'Slaugsdóttur, Kol-
beinsonar og Kristínar Helgadóttur frá SkútustöSum,
er lengi bjuggu í ÁlftagerSi viS Mývatn. Jón bjó lengi
á ÁsbrandsstöSum í VopnafirSi. Kona GuSjóns er GuS-
ríSur, dóttir SigurSar SigurSssonar og Þórunnar Þor-
steinsdóttur í Krossavík, GuSmundssonar sýslumanns.
Þau GuSjón og GuSríSur fóru frá HámundarstöSum
í VopnafirSi 1889, til Argyle-bygSar, þaSan 1900 til
Tantallon og sumariS 1910 fluttu þau hingaS, ásamt
sonum sínum, SigurSi og Jóni, og fleira fólki.
SigurSur Vopni keypti n a. '/4, 5, og býr þar. Kona
hans er Sigurveig Björnsdóttir, Erlendssonar, og Önnu
SigurSardóttur frá Gautlöndum. MóSir Sigurveigar
var GuSrún dóttir Jóns og ÁstríSar á VíSimýri í Skaga-
firSþ Þau eiga 3 börn, sem heita: Björn Laurence,
GuSjón og GuSríSur Elenora. — Jón Björgvin Vopni
keypti 240 ekrur af landi rétt austan viS Kandahar, og
hús í bænum, sem hann býr í meS foreldrum sínum,
systur og fleirum. — Gestur Dalmann, sonur Ingimund-
ar SigurSssonar í Hnefilsdal, sem kom meS þeim feSg-
um, keypti í félagi viS J. B. Vopna n. v. 5. —
Önnur börn GuSjóns Vopna eru: Sveinn Vopni, bóndi
í Tantallon, Þórun Björg og Jósefína MálmfríSur; hún
er kenslukona; báSar til heimilis hjá foreldrum sínum.
Þetta fólk er í heildinni mannvænlegt.
AUSTAN KANDAHAR.
Eggert Bjömsson, sonur Björns Sigvaldasonar og
Ingibjargar á ASalbóli í MiSfirSi í Húnavatnssýslu,
kom frá Islandi 1887 og settist aS í Bandaríkjunum.