Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1919, Qupperneq 64
58
OLAFUR S. THORGEIRSSON:
Hér tók hann land 1904, en fluttist með skuldaliS sitt
hingaS í júní 1905- Eggert hefir selt heimilisréttarland
sitt, n.v. /4, 4; nú býr hann á s.v. !4. 27 og hefir alls *
um 650 ekrur af keyptu landi, aS mestu í kring um sig.
Kona hans er Sigríður Björnsdóttir Jósefssonar; þau
eiga 8 börn, sem heita: Björn Þórarinn, Hans, Herdís
GuSný, Ingibjörg Magnea, Eggert Páll, Nýmundur
Rögnvaldur, Þóra Jóhanna og Guðbjörg Fjóla. Eggert »
er náttúrugreindur maSur, útsjónarsamur og ötull bú-
maSur. Kona hans er vel gefin, ósérhlífin og raun-
góS.
BræSur Eggerts þrír tóku hér land 1904: Jóhann
Bjömsson n.v. !4. 22; Arinbjöm Björnsson n.a. /4, 16
og býr hann í Wynyard, og Björn Björnsson s.a. /4, 1 6.
Arinbjörn og Björn hafa selt þessi lönd. Hefir Björn
einkum fengist viS húsasmíSi. HaustiS 1917 bygSi
hann sér hús í Dafoe, viS vestur-rönd nýlendunnar, og
verzlar þar meS harSvöru í félagi viS Finnboga
Sanders, harSvörukaupm, í Kandahar. Kona Björns
er Kristjana Ra'kel, dóttir Sveins Kristjánssonar og
Veroniku Þorkelsdóttur. Börn þeirra heita: Sveinn
Haraldur, Karl Normann, Anna og VernharS Björn.
SigurSur Magnússon, Jónssonar og Kristínar Magn-
úsdóttur á LjúfustöSum í Bitruhreppi í Strandasýslu,
kom til Ameríku 1885, ásamt móSur sinni. Þau sett-
ust aS í Dakota. Þar var hann þangaS til í nóvember
1905, aS hann fluttist meS fjölskyldu sína hingaS og •
settist aS á n.a. /4, 22, en s.a. /4, 22 hefir hann keypt.
Kona hans er Kristín Sigurjónsdóttir Jóhannessonar og
Soffíu Jónsdóttur Benjamínssonar á SySralóni á Langa-
nesr , Þingeyjarsýslu. Hún fluttist meS foreldrum sín-
um tii Dakota nálægt 1883. — Börn þeirra eru níu og •
heita: Soffía (fyrsti kennari í Kandahar), Kristín, Sig-
urjón, Margrét, Björg, Kristbjörg, GuSlaug, Magnús
Jón og Björn. — SigurSur er mjög nýtur félagsmaSur,
skoSanafastur og góSur búmaSur; konan myndarleg
og drifin búkona. •