Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1919, Page 67
ALMANAK 1919
61
gömul, spinna á íslenzkan rokk, sem rafurmagn snýr, er
hrífandi sjón fyrir mig, sem um tugi ára hefi vonaS, aS
rafurmagn, framleitt af íslenzkum fossum, mundi reisa
ísland til efnalegs sjálfstæSis. — Þetta smá-áhald, sem
!$ M mí Li
... J
Heimili Slgr. Jónssonar 11)15.
sett er í samband viS rokkinn og lampann gömlu kon-
unnar, hefir gert henni mögulegt að búa til tugi sokka
og vetlinga handa íslenzkum hermönnum.. — Þau hjón
eiga tvær dætur, er heita: GucSný og GuSrún.
Hákon Krístjánsson er sonur Jónasar Kristjánsson-
ar og GuSrúnar Þorsteinsdóttur, sem fluttust vestur um
haf frá Hraunkoti í AcSalreykjadal í Þingeyjarsýslu ár-
i3 1 893. ÞaS fólk var sjö ár í N. Dakota og svo tíu ár
í Vatnsdals-bygS. HingaS kom Hákon 1912, keypti
n.v. J4, 25 og býr þar. Kona hans er GuSný, dóttir sól-
mundar Símonarsonar viS Gimli og GuSrúnar, fyrri
konu hans, úr Andakíl í BorgarfjarSarsýslu. Þau eiga
tvo drengi, sem heita: Jónas Ingiberg og Gústaf. Há-
kon er velgefinn vaskleikamaSur og kona hans vel aS
sér ger.