Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1919, Page 70
«4
OLAFUR S. THORGEIRSSON:
fimm ár, fluttist hingaS 1907 og tók s.v. /4, 14 og býr
þar. Þau hjón eru góS heim aS sækja.
Sveinn Sölvason, er sonur Sveins Sölvasonar og
Moniku Jónsdóttur, sem lengi bjuggu á SkarSi, skamt
frá SauSárkróki í SkagafirSi, og fyrir skömmu eru dáin
í hárri elli hér vestra. Frá SkarSi fluttust þau til Nýja ís-
lands 1888 og svo til Dakota (Mountain) 1890; þaS-
an fliittust J>au til Manitoba í grend viS Selkirk. — ÁriS
1 905 kvongaSist Sveinn Sölvason. Kona hans er Mar-
grét Andrésdóttir, Eyjólfssonar, frá StórubreiSuvík í S.-
Múlasýslu, og Kristínar Árnadóttur frá Rima í Mjóa-
lirSi. ÁriS 1 907 fluttust þau á heimilisréttarland hér,
s.v. /4, 10, og keyptu s.a. Zi* 9, og búa þar; hafa lílca
keypt n.v. J/4, 3, og n.v. Z4 2. — Þau hjón eiga sex
börn, sem heita: Óskar Sveinn, Karl Vilhjálmur, Sigrún
Olga, Haraldur Andrés, Monika Þorbjörg Lilja og
Sveinn Thórdur. Þau hjón eru vel gefin og ráSdeildar-
söm.
Sölvi Sölvason, bróSir Sveins, tók s.v. J/4, 16; þaS
land hefir hann selt.
Björn Jósefsson, ÞormóSssonar og Kristínar Magn-
dóttur Jónssonar. BáSir afar Björns voru formenn í
Flatey á BreiSafirSi. Kona Björns var Þóra GuS-
mundsdóttir Sakaríassonar, en kona GuSmundar var
GuSný Tómasdóttir og Herdísar Björnsdóttur prests í
Tröllatungu í Tungusveit. Frá Þorpum í Tungusveit í
Strandasýslu fluttust þau Björn og Þóra 1883, til Da-
kota. ÞaSan fluttust þau hingaS 1 905 og settust aS á
n.v. J/4, 2; þar dó Björn eftir mánaSadvöl, og var þaS
fjölskyldunni ómetanlegt tjón. Ekkjan bjó á landinu
meS sonum sínum og náSi rétti á því. Börn Björns og
Þóru, sem náSu fullorSins aldri, voru: Nýmundur, Beni-
dikt, GuSmundur, ÞórSur, Ólafur, Herdís, SigríSur,
Jóhanna og Magnea. Herdís giftist Hansi Sigurbjörns-
syni, Hanssonar, og er dáin fyrir nokkrum árum. —
Benidikt og GuÖmundur, synir Björns Jósefssonar, tóku