Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1919, Síða 71
ALMANAK 1919
65
s.a. og n.a. /4, 4, 1 904, en ÞórSur nokkru síðar n.v. /4
1 6. Öll þessi lönd hafa verið seld og fólkið flutt til
Wynyard. Þóra hefir mint mig mjög á gamalkunna
gáfu- og manngildis-konu. En fáar konur fylla vel
bæði föður- og móður-stöðu, þó feðrunum farist það
enn þá miður.
4. Kafli.—Landnemar og búendur í Tsp. 33, R. 16.
Bergur Davíðsson, er sonur Davíðs Guðmundsson-
ai og Margrétar Ingjaldsdóttur Gunnarssonar. For-
eldrar Bergs fluttust frá Eyhildarholti í Hegranesi í
Skagafjarðarsýslu 1 876, til Nýja íslands, en þaðan vor-
ið 1881 til N.Dakota. Vorið 1906 fluttist Bergur al-
farinn hingað en hafði tekið land 1904, n.v. /4, 10-32-
1 6. Það hefir hann selt, en keypt suður /1 af 5 og
bygt þar. Kona hans heitir Málmfríður Ingibjörg, dótt-
ir Jóns Björnssonar. Þau eiga fimm börn, sem heita:
Davíð, Margrét, Jónína Guðrún, Ernest Gunnlaugur og
Marvin. Þau hjón koma vel og viðkynnilega fyrir.
Jón Bjömsson er sonur Björns Ólafssonar og Sig-
ríðar. Móðir Jóns var Ingibjörg Árnadóttir og Sigur-
veigar. Kona Jóns var Guðrún Jónsdóttir smiðs, Níels-
sonar Víum. Móðir Guðrúnar var Málmfríður Ólafs-
dóttir. Alt þetta fólk var í N.-Múlasýslu. . Synir J.
Björnssonar hafa tekið móður-ættarnafnið “Víum.”
Frá Kálfelli í Vopnafirði fór Jón 1876 til Nýja Islands,
þaðan til Dakota 1881, en fluttist hingað 1 906. Heim-
ilisréttarland hans var s.v. /4, 20, en það nú selt. Börn
jóns og Guðrúnar eru: 1. Björn; 2. Jón Níels; 3. Krist-
ín Jensína, kona Jóns Jónssonar pósts; 4. Sigurjón; 5.
Málmfríður Ingibjörg, kona Bergs Davíðssonar, (hjá
þeim er Jón; 6. Guðjón. Öll börnin eru hér í nýlend-
unni. Jón Björnsson er minnugur, skýr og gætinn í frá-
sögn; nú blindur.
Jón Búason er sonur Búa Jónssonar og Þórlaugar
Guðbrandsdóttur á Fjallaskaga í Dýrafirði í Isafjarðar-
sýslu. Árið 1887 fluttist hann með foreldrum sínum