Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1919, Side 82
76
OLAFUR S. THORGEIRSSGN:
Jónas Jónsson er sönur Jóns Jónssonar, Jónasson-
ar prests á HöfSa í S. Þingeyjarsýslu. MóÖir Jónasar
Jónssonar hét FriÖbjörg Grímsdóttir, DavíÖssonar frá
Egg í Hegranesi í Skagafirði. Frá Laek í Viðvíkur-
sveit í Skagafirði fluttist Jónas með fjölskyldu sína til
Dakóta; tók land hér, s.a. J/4 18, fluttist á það 1906
og býr þar. Kona hans er Helga Gunnlaugsdóttir,
systir Vilborgar konu Halldórs Jónssonar. Þeim systr-
um svipar mjög saman. Börn þeirra heita: Björn (í
hernum á Frakklandi), Friðbergur Jón, Gunnlaugur
Magnús, Vilborg Þórunn Anna og Jóhannes. Jónas
er fjörmaður og búmaður.
Ólafur Stefánsson er sonur Stefáns Hafliðasonar
bónda í Eyhildarholti í Skagafirði. Kona Stefáns var
Lilja Jónsdóttir, Markússonar bónda á Kárastöðum í
Hegranesi. Árið 1 898 fór Ólafur frá Islandi til Moun-
tain-bygðarinnar í Dakota. Þar kvongaðist hann ár-
ið 1900 Ingibjörgu Sigurðardóttur Finnbogasonar,
bónda á Kirkjuhóli. Kona Sigurðar var María Bjarna-
dóttir á Sjávarborg. Hingað fluttust þo.u 1904 á n.a.
'/4, 16, og þar var bygt fyrsta íbúðarhúsið í Wynyard-
bygð vestan við Brasilíu-Magnús, eftir sögn kunnugra
manna; það var í júlí. Mynd er til af því bjálkahúsi.
Börn Ólafs og konu hans eru: Lilja (kennari), María
Margrét, Stefán, Sigrún, Óli Ingvar og Bogi. Ólafur
Stefánsson er framgjarn fjörmaður, og þau hjón munu
bæði vel gefin.
Hannes Guðjónsson er bróðir Halldórs Guðjóns-
sonar, sem áður er getið. Hann flutti frá íslandi 1 889
í Garðar-bygðina í Dakota. Hinn 3. júlí 1 902 kvong-
aðist hann Gróu Guðmundsdóttur, Ólafssonar prests
Sigurðssonar á Hjaltabakka og Höskuldsstöðum í
Húnavatnssýslu. Litlu síðar fluttust þau til Wnnipeg-
osis og voru þar tæp 4 ár. Komu hingað 1 0. maí 1 906
og settust að á s.a. /4, 16 og búa þar. Börn þeirra eru:
Anna, Sigurveig, Guðjón og Aðalbjörg Sumarrós,