Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Síða 22
24
gallar hlytu að vera á því landi úr því það hefði
ekki verið látið laust fyr til ábúðar. En þá vissu þeir
ekki hvernig á því stóð. Ekkeit fundu þeir félagar
í för þessari, sem þeim líkaði, en hittu fyrir nokkra
aðra íslendinga: Árna Árnason, Jón Skandebeg,
Svein Árnason og Gunnlaug bróðir hans. Komu
Iþeir úr þeirri för 14. júní.. Hafði þá talast svo til
að 'þeir Þorsteinn J. Gíslason, Árni Áraason og Árni
Gillis skyldu bráðlega fara norðvestur og skoða lönd
í grend við þenna Bótólf Olson; en hann var vel
kunnur íslendingum frá frumbýlistímum í Dakota
bygðum.
19. júní það ár var að venju haldið sunnudags
skógargildi (Biicnic) skamt fyrir vestan Akra. Þar
hitti Þorsteinn ‘þá nafnana. Vildu þeir þá óðir og
uppvægir fara næsta dag. En Þorsteinn gat þá ekki
farið, og mæltist til að þeir biði, en við það var ekki
komandi, svo hann lýsti fyrir þeim veginum sem
bezt hann vissi og fóru þeir svo. Voru þeir fljótir í
ferðum ög kváöu landið reglulegt Gozenland.
Nokkru síðar fóru þeár: Þorsteinn Gíslason.
Ólafur Árnason, Jón S. 'Gillis, Sveinn Árnason og
Jón Síkandebeg. Komust þeir alla leið til Olsons.
sem þá hafði breytt um nafn og hét nú Holo. Vissu
þeir ekki um þetta og gekk því ver að finna hann.
Þeim félögum leizt allvel á landið, öllum nema Jóni
Skandebeg. Honuim leizt illa á alt. Þótti þeim að
vísa all þykkur skógurinn og sáu að erfitt mundi að
ryðja hann, þess utan fen og forræði innan um. En
jarðvegurinn var víðast góður. Fengu þeir Holo
til að leiðbeina sér og fóru þeir all víða. Hældi Holo
mjög landkostum og sagði þeim félögum að þeim
myndi betra að hafa hraðan við, ef þeir hefðu i
hyggju að festa sér þar lönd, því þau myn.di ganga
fljótt út eftir þau væru laus látin. Afréðu þeir félag-
ar að reyna það, allir nema Jón iSkandebeg.
Nú víkur sögunni til þeirra sunnan manna í