Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Page 25
27
en hafa síðan keypt lönd hér. Er þeirra flest allra
get:ð hér síðar eftir því sem föng voru á. í alt hafa
um 75 íslendingar átt hér búlönd.
Landnemi S.VA/4S. 3, 1—6
Sæunn Þorsteinsdóttir
Sæunn var fædd 17.
ág. 1841 í Gilhaga i
Skagafjarðarsýslu. For-
eldrar hennar voru Þloi-
steinn Magnússion og
kona hans, Oddný Þor-
steinsdóttir er þar
bjuggu. Faðir Þorsteins
var Magnús bóndi á Álf-
geirsvöllum, Þorsteins-
sonar bónda í Gilhaga,
Jónssonar prests í Goð-
dölum, Sveinssonar
prests s. st. (d. 1757),
Pálssonar prests s. st.,
Sveinssonar bónda s. st.,
Jónssonar Primi. Móðir
Þorsteins var Rut Kon-
ráðsdóttir systir Jóns prófasts Konráðssonar á
Mælifelli. — Faðir Oddnýjar var Þorsteinn Jóns-
son bónda Erlendssonar á Silfrastöðum í Skagafirði.
Sæunn ólst upp með foreldrum sínum til fullorðsins
ára. Árið 1861 gekk hún að eiga Guðmund Guð-
mundsson frá Bjarnastaðahlíð (um ætt hans er
þeim er þetta ritar ókunnugt); og bjuggu þau hjón
í Gilhaga þar til Guðmundur lézt árið 1865. Árið
1869 gekik Sæunn að eiga seinni mann sinn, Jón
Gíslason bónda frá Flatatungu Stefánssonar. —
Bjuggu þau Jón og Sæunn í Gilhaga eitt ár. Síðan
fluttust þau að Arastöðum, og síðast að Flatatungu
og þar bjuggu þau rausnarbúi í ellefu ár, eða þar til