Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Síða 26
28
þau árið 1883 fluttust vestur um haf til N. Dakota,
keypti Jón heimilisrétt á landi suðaustur af Hallson,
N. Dak., og bjó liann |þar til dauðadags. Hann and-
aðist árið 1893. Þau hjón eignuðust níu böm og
komust fimm af þeim til fullorðsins ára: 1. Anna
Ingibjörg, giftist J. S. Gillis, nú dáin; 2. Þorsteinn;
3. Gísli Guðmundur, dáinn; 4. Oddný; 5. Jón
Magnús. — Eftir lát Jóns tók Þorsteinn sonur þelrra
við búsforráðum hjá móður sinni og bjuggu þau
áfram þar um hríð, seldu síðan landið og settust að
í Hallson og dvöldu þar unz þau fluttust (árið 1899)
á framangreint land og höfðu synir hennar, þeir
Þorsteinn og Gísli einnig fest eignarrétt á sitt landið
hvor í sömu section. Var fyrsta byggingin reist á
landi Þorsteins, en syo bygt á landi Sæunnar aðal-
lega og þar bjó Sæunn með sonum sínum þar til
árið 1910 að Þorsteinn sonur hennar keypti land
annarstaðar og bygði búð á því og tók að verzla og
þar andaðist Sæunn 14. júlí 1915. Sæunn var mesta
merkiskona, hvers manns hugljúfi í framkomu og
altaf reiðubúin að láta gott af sér leiða, greind og
skemtileg í viðræðu. Hennar stærsta gleði virtist
í því fólgin að liðsinna bágstöddum, og mun minn-
ing hennar geymast í hugskoti hvers þess, er
henni kyntist. Nú býr yngsti sonur Sæunnar á
heimili hennar, Jón Magnús; er hann giftur Mar-
gréti Pálsdóttir ísakssonar, eru þau hjón bamlaus,
en hafa alið upp dótturson Jónatans Lindal (sjá
þátt Jónatans). Búa |þau hjón rausnarbúi, eru
atorkusöm, og vel kynt í hvívetna.
Þorsteinn Gíslason
Landnemi N.V. S. 3, 1-6
Þorsteinn fæddist í Flatatungu í Skagafjarðar-
sýslu 12. maí 1875. Foreldrar hans voru Jón Gísla-
son Stefánssonar og Sæunn Þorsteinsdóttir er iþar
bjuggu. Þorsteinn ólst upp með foreldrum sínum
þar til þau (árið 1883 fóru vestur um haf og settust