Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Page 32
34
(árið 1888) og kom með þeim í þessa bygð sumarið
1899, og tók með heimilisrótti ofangreint land; en
hafði jafnan heimili með foreldrum, sínum og vann
að allskonar landvinnu. Skömmu eftir hingaðkomu
sína -keypti Páll stjcmarland í félagi við Jón ;S. Lax-
dal (sjá þátt Jóns). Einmig ikeypti hann S.A. S.
26, 1-6, (heimilisréttarlandið seldi hann Jóni Gunn-
laugssyni). Þreskivél keypti hann í félagi við Þórð
Árnason (sjá þátt Þórðar). Árið 1906 gekk Páll að
eiga Guðnýju Elísabetu ólafsdóttir Kristjánssonar
(sjáþ. Ól.). Haustiö næsta á eftir (1907) fluttu þau
hjón vestur til Vatnabygða, í grend við Elfros,
Sask., á land er Páll hafði hloti|S að erfðum eftir
Jchann Pálsson frænda sinn, bróðurson Tómasar
vöður Páls. Jóhann Pálsson kom hingað í bygð
heiman af íslandi, kringum aldamótin, og hafði
lengst af heimili hjá föðurbróður sínum. En kringum
1903 fóru nokkrir ungir menn til Vatnabygða sem
fyr segir; og þá settu Iþeir rétt á þetta land Tyrir
Jóhann. Vorið 1904 ætluðu þeir félagar að fara
vestur til að byggja, en áður en þeir komust af
s-tað dó Jóhann. Var iþá föður hans á íslandi til-
kynt lát Ihans, og ánafnaði hann Páli frænda sínum
landið. Á Iþví landi hafa þau Páll og 'Guðný búið
síðan, hún er dugnaðar ikona mesta. Páll er vel
gefinn maður og fjölhæfur, söngmaður góður og
allvel máli farinn. Hér í bygð tók liann mikinn
þátt í öllu félagslífi bygðarinnar, stjómaði fyrsta
lúðraflokk bygðarinnar og fyrsta knattleikaflokk
(Baseball Club) og yfir höfuð að tala, tók þátt í
öllum félagsskap íslendinga og munaði jafnan
miklu liðsinni hans. Þau hjón hafa eignast 8 toöm,
þar af eru á lífi: 1. Ólafur Helgi, ógiftur í föður-
garði; 2. Júlía Guðrún, kennari, ógift; 3. Ágústa
Margrét, kennari, ógift; 4. Sigurrós Þorbjörg, Ikenn-
ari, ógift; 5. Sigftíður Sigurjóna, við háskólanám
(High School).