Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Side 37
39
arbúi. Sex börn eignuðust þau Jón og Anna, sem
eru: 1. Jón Óskar, giftist stúlku af enskum ættum,
Slkirley Frances Ta'sker að nafni. Faðir hennar F.
P. Tasker er póstafgreislumaður að Brown, P. O.,
og eru iþau búsett í bygðinni. 2. Rannveig, gif't Vil-
hjálmi Eggerti Ólafssyni Árnasonar (sjá þátt Ól.
Árna.) ; 3. Sigfús Valdimar, útskrifaður af Univer-
sity of Manitoba, M.A. Eftir það stundaði hann
nám í Berlín á Þýzkalandi á verkfræðisskóla hjá
þýzku félagi er býr til Rogents-geislavélar, og er nú
umboðsmaður þeirra fyrir Alberta og B. C. fylkin
með aðal-stöðvar í Vancouver, B. C., félagið er hann
vinnur fyrir heitir Simen Reineger. 4. Árni Ragnar,
útskrifaður af Búnaðarskóla Manitoba og hlaut þar
gull-úr fyrir góða frammistöðu; 5. Sæunn, dó ung;
6. Þorsteinn Guðmundur Gísli, druknaði 1930.
Landnemi S.A. ^4 S. 7, 1-6
Sigríður Gunnlaugsdóttir og
Landnemi N.A. % S. 7, 1-6
Sigurður Snorri sonur hennar
Sigríður er fædd 14. maí árið 1843, að Flögu í
Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar liennar
voru þau hjónin Gunnlaugur Gunnlaugsson frá
Baugaseli í Eyjafirði og Kristbjörg Sigurðardóttir.
Með foreldrum sínum var hún til fullorðinsára. En
um þaö bil fór hún í vinnumensku að Hlíðarenda í
Bárðardal, og var þar eitt ár. Fór svo aftu-r til
foreldra sinna. Nokkru síðar trúlofaðist Sigr. upp-
eldisbróður sínum, Stefáni Sigurðssyni, og eignaðist
með honum son, Benoní að nafni. Stefán var af
fátækum kominn og fengu þau Sigríður og hann
ekki að giftast. Nokkrum árum síðar giftist Sigríð
ur Oddi Sigurðssyni, Oddssonar hreppstjóra í Ljósa
vatnshreppi í Bárðardal, og bjuggu þau Sigríður og
Oddur á ýmsum stöðum en síðast í Hrafnkelsstaða
seli í Fljótsihlíð, og þar dó Oddur 30. okt. 1878. —