Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Page 42
44
skarð orðið sem aldrei fyllist þeim er nutu krafta
þeirra. Árni hafði jafnan mörg járn í eldinum,
þreskjari í mörg ár, meðráðamaður Stanley-sveitai
í fjölda mörg ár, og var það víðtækt og erfitt verk
ÁrnL ólafsson ísfold ólafsson
síðustu árin. Vandað hús hafði hann bygt úr múr-
steini og stórt og vandað fjós, steinsteypt að neðri
veggbrún og kostuðu þær byggingar ærna peninga.
en Árni horfði aldrei í dálitla fyrirhöfn. Árið 1930
brugðu þau hjón sér til íslands á þjóðlhátíðina og
munu Iþað hafa verið einu hvíldartímarnir, er þau
veittu sér frá búskapnum. Mörg börn eignuðust
þau lijón, þar af komust á legg þau: 1. Ólafur, gift-
ur Kaástjönu Þórarinsdóttir, Sigfússonar, bónda í
grend við Elfros, Sask. Starfrækja þau nú bú for-
eldra sinna og búa á næsta landi. 2. Florence, ógift
heirna; 3. Ragnheiður, vinnur á spítala í Winnipeg;
4. Sigurjón, ógiftur heima; 5. Anna, dáin 6. jan
1936; 6. Árni, ógiftur heima; 7. Margrét, ógift
heima.
(Framhald í næstu útgáfu Almanaksins)