Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Side 45
47
Ingimundur Erlendsson e,r fæddur á Böðmóðs-
stöðum í Árnessýslu 12. ág. 1855. Faðir hans var
Brlendur Eyjólfsson bóndi jíar, Þorleifssonar bónda
á Snorrastöðum í Laugardal. Móðir Ingim. var
Ingimundur Erlendsson ValgertSur Kjartansdóttir
Margrét Ingimundardóttir, Tómassonar bónda á
Bfstadal í Laugardal. Ingimundur ólst upp hjá
foreldrum sínum, og fluttist nieð þeim að Skálholti
í Biskupstungum 1860 og þar ólust þau systkyni öíl
upp, sem upp komust, 9 alls, en þau voru 18 alls, og
var Ingimundur elztur þeirra. Hingað vestur flutt-
ust bræður hans 4, Guðjón, Eyjólfur, Eiríkur og
Erlendur, eru þeir nú allir dánir, og systur hans 3,
Margrét, Kristín og Sigríður. Verður þeirra allra
síðar getið, í þáttum þessum. Ingimundur tók við
búi í Skálholti eftir foreldra sína, þegar hann var
fullþroskaður, og bjó þar tvö ár með systrum sín-
um. Hann kvongaðist 1887, Valgerði Kjartans-
dóttur, prests í iSkógum undir Eyjafjöllum. Sama
ár fluttist hann vestur um haf og dvaldi 6 ár í
Winnipeg og vann þar ýmsa erviðisvinnu. Þaðan
flutti hann vestur í Saskatchewan og dvaldi þar 2
ár, en ekki undi hann þar. Mun hugur hans hafa