Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Page 46
48
hneigst meira aö veiöiskap en landbúnaði, eins og
síðar kom í Ijós. Flutti hann síðan norður að
Manitoba-vatni og settist aö nálægt Sandy Bay, ov
stundaði þar fiskiveiðar í 6 ár. Þangað komu þeir
bræður hans Guðjón og Eyjólfur til hans og unnu
'þeir í félagi einn vetur að fiskiveiðum. Ekki varð
þeim sú atvinna arðsöm, því langt var að flytja fisk
til markaðar og verðið lágt. Bættist því lítið efnahag-
ur þeirra þau árin. Árið 1900 fluttu þeir bræður norð-
ur á tanga þann er Bluff' kallast. Ári síðar tók Ingi-
mundur land á N. W. % af S. 30-25-10. Þar bjó
hann þar til 1917 er hann hætti búskap og seldi land
sitt. Ingimundur hefir verið fjörmaður og athafna-
maður mikill um dagana, og að dugnaði mun hann
hafa átt fáa sína líka. Fiskiveiðar stundaði hann
af kappi öll sín búskaparár, og hafði auk þess all-
stcrt gripabú. En hann var eins og margir örgeðja
dugnaðarimenn, að honum lét ekki eins vel að gæta
fengins f'jár, sem að afla þess. Hann var gestrisinn
og greiðugur, og horfði lítt í kostnað fyrir sjálfan
sig eða aðra. Varð hann því aldrei eins auðugur
eins og ætla mætti, eftir dugnaði hans og starfsemi.
Þau lijónin áttu 3 börn er upp komust: Margréti,
konu Jóns Þorsteinssonar á Steep Rock; Belga,
sem gift er þýzkurn manni, og Einar, sem er ógiftur.
Þau hjónin lifa nú áhyggjulausu lífi hjá dætrum
sínum, og enniþá er Ingimundur kvikur á fæti þótt
kominn sé á 9. tuginn.
Guðjón Erlendsson, bróðir Ingimundar, var
fæddur á Böðmóðsstöðum 25. des. 1858. Hann ólst
upp hjá foreldruim sínurn og fluttist með þeim að
Skálholti 1860. Þar var hann til fullorðinsára,
nema einn vetur er hann var hjá frænda sínum
Magnúsi presti Andréssyni í Reykjavík. Þar mun
hann hafa fengið undirstöðu að mentun þeirri er
hann aflaði sér síðar, og hélt við alla æfi. Þegar
Guðjón var fullþroskaöur, tókst hann á liendur
barnakenslu á vetrum og stundaði hana um nokkur