Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Page 47
49
ár. Hann (kvæntist 1885, Valgerði Jóhönnu Jóns-
dóttur Ingimundarsonar frá Efstadal í Laugárdal.
Valgerður er fædd 12. marz 1866. Móðir hennar
var Þorbjörg Jónsdóttir Grímssonar, stúdents. Þau
— m
v,.. - : '
ðL' ' V 1 ■■ mm: ÆBSmM
Gut5jón Erlendsson Valgert5ur Jóhanna, Jónsdóttir
byi'juðu búskap á Sviðholti á Álftanesi, og bjuggu
£ar 10 ár. Þaðan fluttu þau að Bessastöðum og
bjuggu þar 2 ár. Vestur um haf' fluttu ;þau 1899 og
voru fyrsta veturinn hjá Ingimundi bróður Guðjóns
við Sandy Bay, sem áður er getið. Vorið 1900
fluttu þeir bræður á Bluff eins iog áður er ritað.
Settust þeir fyrst að í kofa þeim er Jón Halldórsson
hafði bygt; en ekki var sá bústaður vistlegur, því
kofinn lak eins og hrip og var lítill fyrir tvær fjöl-
skyldur. Varð það ’því Iþeirra fyi’sta verk að byggja
stærra híbýli. Þar bjuggu þau öll fyrsta veturinn.
Á þessum stað tók Guðjón land, og bjó þar til æfi-
loka 1914 og 'þar býr ekkja hans enn með sonum
sínum. Landnámsjörð hans er N.E. 7-26-10. Tveir
af sonum hans hafa einnig tekið lönd, Guðlaugur.
(sem lézt í hernum) á S.W. 7-26-10, og Gústaf á
S.E. 34-25-11. Síðan Guðjón dó hefir Velgerður
búið á þessum löndum góðu búi, með sonum sínum.