Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Síða 52
54
Brandssyni, sem flutti burtu, og verður hans getið
síðar. Á þessi lönd flutti Snædal og bjó 'þar góðu
búi í nokkur ár. iSíðan seldi hann lönd sín og flutti
til Lundar og dó þar.
Sigurður Kjartansson er sonur 'Guðmundar
Kjartanssonar, sem getið er hér að framan. Hann
er fæddur hér í landi 1904. Kona hans er Margrét
Erlendsson, fædd 1. ág. 1895. Er vísað til ættfærslu
þeirra hjóna í þáttum feðra þeirra hér að framan.
Börn þeirra eru: Norman og Guðmundur. Sigurð-
ur keypti þessi 4 lönd af Snædal og býr nú á þeirn
snotru búi.
Guðinundur Sigurðsson var ættaður úr Langa-
dal í Húntvanssýslu. Kona hans hét Eyvör Eiríks-
dóttir frá Helgastöðum á Skeiðum í Árnessýslu.
Meira hefi eg ekki getað spurt uppi um ætt þeirra,
því þau eru nú bæði dáin. Þau komu hingað til
lands 1900 og dvöldu fyrst nokkur ár við Narrows,
en tóku land á N.W. 1-26-11. Börn þeirra búa nú á
því landi. Þau eru þessi: Óskar, Eiríkur, Albert,
Margrét og Kristín.
Ingvar Gíslason er fæddur 5. maí 1877, á
Sveinavatná í Grímsnesi. Faðir hans var Gísli Þor-
gilsson, bcndi þar, en flutti síðar að Sviðholti á
Álftanesi. Móðir Ingvars hét Ingunn Guðmunds-
dóttir bónda á Stærribæ í Grímsnesi. Eru þær
ættir báðar fjölmennar á þeim stöðvum. Ingvar
ólst upp hjá foreldrum sínum til fullorðinsára, og
stundaði sjómennsku flesta tíma árs, ýmist heima
eða á Austfjörðum. Hann kvæntist 1899, Þóru Guð-
mundsdóttir Runólfssonar, bónda á Skógatjörn á
Álftanesi. Móðir hennar var Oddný Steingríms-
dóttir, bóndi á Hlíð á Álftanesi. Þau byrjuðu bú-
skap á Skógatjörn og bjuggu þar 12 ár. Þaðan
fluttu þau vestur um haf 1912, og tóku land 1915 á
S.W. 34-26-10 og hafa búið þar síðan, nema árið