Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Blaðsíða 56
58
Einar Jónsson
Einar Jónsson er
fæddur á #leyf í Rangár-
vallasýslu 1882. —Faðir
hans var Jón Brynjólfs-
son, Brynjólfssonar, og
bjuggu þeir báðir á Kleyf■
Móðir Einars var Þor-
björg Nikulásdóttir, og
var ætt hennar af sömu
stöðvum. Kona Einars
er Solveig Þorsteinsdótt-
ir írá Roiási, systir Jéns
Þorsteinssonar, er getiö
verður í næstu grein bér
á eftir. — Einar var tek-
inn til fósturs af |þeim
merkishjónum Jóni Ein-
arssyni og Helgu Einarsdóttir í Akurey í Vestur
Landeyjum, set eg hér hans eigin orð: “sem gengu
mér í foreldra stað og fóru nieð mig sem sitt eigið
barn. Á eg þeim alt gott fyrir að iþakka. Vega-
nestið það hefir verið mér styrkur alt lífið, sérstak-
lega minnist eg hennar, sem elskuverðrar móður”.
Hingað til lands fluttu þau Einar Jónsson og Solveig
Þorsteinsdótir 1912 og dvöldu 2 ár við Poplar Park.
Þá fluttu þau hingað og námu land a S.W. 21-25-11
og nokkru síðar keypti Einar land af Jóni Þor-
steinssyni í sömu section. Vegna vanhedlsu konu
sinnar seldi hann bú sitt, en löndin á ’hann ennþá
og hefir leigt þau til heyskapar. Keypti hann verzlun
á Steep Rock og bygði sér gott íbúðarhús og þar
hafa þau dvalið síðan. Seldi hann verzlun þar, og
hefir fyrir stafni að taka á rnóti ferðamönnum, seai
yfir vatnið koma með fisk á vetrum. — 'hýsir þá og
hesta þeirra á meðan þeir standa við. Börn þeirra
eru: Sigríður (vinnur hjá Eaton), ólafía Helga, og
Pálína Valgerður, báðar heima hjá foreldrum sínurn.
Jón Þorsteinsson er fæddur í Reykjavík 27.
marz 1889. Faðir hans var Þorsteinn frá Rofási,