Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Blaðsíða 59
61
Tómas Ólafsson er fæddur 1893. Faðir hans
er Ingimundur Ólafsson; hann er því bróðir iþeirra
Guðmundar og Óla Ólafssona, sem getið er í Iþætci
Reykvíkinga hér að framan. Kona hans e,r Lovísa
Fritzdóttir, sem getið verður í næsta þætti. Tómas
hefir ekki numiðl land, en hefir keypt land |það er
hann býr á af frönskum manni sem þar bjó áður,
S.E. 24-24-11. Börn hans eru: Emil Tómas og
Kristín Margrét.
Fi"itz Erlendsson er fæddur á Eskifirði 16. mai
1876. Faðir hans var Erlendur Erlendsson á Lamb
eyri; var hann lengi skipstjóri á (þilskipum. Kona
Fritz er Sigríður Gunnlaugsdóttir frá Kinnarstöðum
í Barðsstr.s. Þorleifssonar bónda þar. Hún er fædd
7. sept. 1870. Móðir henna.r var Margrét Guð-
mundsdóttir frá Lönguhlíð í Eyjafirði. Fritz kom
til 'þessa lands 1891 en Sigríður 1902. Börn þeirra
eru: Lovísa, gift Tómasi Ólafssyni (sjá næsta þátt.
á undan), og Marinó, sem er heima hjá föður sín
um. Fritz mun ekki enn hafa fest eignarrétt á
landi því er hann býr á.
Sumarliði Brandsson er fæddur 6. maí 1872 í
Ólafsvík í Snæfellsnessýslu. Faðir hans var Brand-
ur Guðmundsson, sjómaður í Ólafsvík, en móðir
hans var Guðrún Sigurðardóttir kona h’ans. Meiri
fregnir gat hann ekki gefið um ætt sína. Kona
Sumarliða er Guðfinna Haraldsdóttir frá Hellnafelh
í Snæfellsnessýslu, Pálssonar, bónda þar. Móðii
Guðfinnu var Sesselja Magnúsdóttir. Guðfinna ólst
upp hjá f'oreldrum sínum þar til hún var 14 ára; þá
fór hún til Ólafsvíkur og var Iþar síðan Iþar til hún
giftist. Sumarliði stundaði sjómensku þar til hann
flutti vestur um haf 1911. Dvaldi hann fyrst í Win-
nipeg, flutti síðan norður á Bluff, og nam land á
N.W. 1-25-11. Eftir nokkur ár seldi hann Nikulási
Snædal það land, og keypti aftur land af Helga
Bjarnasyni við Wapaih á S.E. 19-23-10 og býr þar