Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Side 60
62
góðu búi. Böm Sumarliða eru: Haraldur og Óli
(báðir giftir bérlendum konum), Magnús, Guðfinn-
ur, Priðjón, Sesselja, Ágúst og Guðbrandur. Ekki
hafa synir Sumarliða numið lönd eða keypt, en þeir
hafa leigt lönd í nágrenni við föður sinn og búa á
Iþeim, iþeir sem giftir eru. Þeir feðgar stunda jöfn-
um höndum fiskiveiðar og landbúnað og eru komn-
ir í góð efni.
Helgi Bjarnason mun hafa verið fyrstur land
nemi á þessum stöðvum. Hann var fæddur á iSíðu
í Víðidal í Húnalþingi 10. júní 1867. Faðir hans var
Bjarni Helgason, frá Gröf í Víðidal. Systir Bjarna
var Þorbjörg, móðir Guðm. Björnssonar landlæknis,
en Jakobína móðir Sigurðar iNordals, var dóttir iScg-
urðar bróður Bjarna, föður Helga. Móðir Helga
var Helga Jónsdóttir ættuð úr Eyjafirði. TJm ætt
hennar hefi eg engar upplýsingar fengið. Kona
Helga var Helga Jóhannsdóttir Knúts, prests í
Meðallandsþingum, Einholti og víðar, Benediktsson-
ar, prests á Mosfelli. Móðir Helgu var Ragnhildur
systir Benedikts iSveinssonar sýslumanns. Systkini
Helgu voru mörg, þar á meðal Ólafía Jóhannsdóttir
rithöfundur. Helgi fluttist vestur um haf 1890, og
dvaldi í Winnipeg nobkur ár. Þar kvænbist hann
1893, og flutti skömmu síðar út að Manitoba-vatni
og nam Iþar land á IS.E. 19-23-10. Þar bjó hann
góðu búi þar til hann seldi land sitt Sumarliða
Brandssyni og flutti til Winnipeg. Helgi lézt 1932.
Ekkja ihans er enn á lífi og á heima í bænum Lund-
ar. Börn þeirra, sem nú eru á lífi eru Iþessi: Elíza-
bet, gift Thior Brand í Winnipeg; ólafía, gift hér-
lendum manni er Chapell heitir í Chiieago, Óskar,
Bertel, Þorbjörg og Victor. Tveir bræðranna eru
giftir konum af öðrum þjóðum, Þorbjörg er gift
Sigfúsi HaJldórs frá Höfnum, og dvelja þau nú í
Reykjavík á íslandi. Helgi var vel gefinn maöur og
skemtilegur, og tók mi-kinn |þátt í bygðarmálum.
(Þessa ættfærslu fékk eg nýlega frá séra Jó-