Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Síða 63
65
göngu þessara þriggja manna og Ásm'undar Pree-
manns, sem |þá var þar búsettur. Lögðu þessdr 4
menn 25 dollara hver til þess í byrjun, og nokkrir
aðrir lögðu riflega í |það fyrirtæki. Hefir það félag
starfað fram á síðasta ár. Þá var stofnuð deild fyrir
Þjóðrælmisfélagið og munu allir bygðarmenn hafa
verið meðlimir þess. Starfaði það félag nreð áhuga
no'kkur á.r, og hélt málfundi í mánuðii hverjum á
sumrum.
Framfarir að bættum húsakynnum hafa verið
furðu miklar í þessari bygð þrátt fyrir örðuga að-
flutninga. Fyrstu húsin voru auðvitað bjálkahús
misjafnlega vönduð, en þegar efnahagur bænda
batnaði Iþá undu menn ekki þeim byggingum. Guð-
jón 'Erlendsson varð þar fyrstur eins og með margt
annað. Hann bygði stórt og vandað timburhús,
með miðstöðvarhitun 1910, og mun ekki 'hafa þurft
að S'kerða bústofn sinn að mun til að standast þann
kostnað. Ágúst Johnson og Árni Björnsson bygðu
tveim árum síðar, og síðan fóru aðrir að dæmi
þeirra. Nú eru komin góð timburhús á öll heimili í
bygðinni, nema eitt, og í vor voru bygð tvö vönduð
hús þar.
Verzlun og aðdrættir eru erfiðir í þessari bygð.
Mest hafa þeir sótt austur fyrir vatn, tíl Steep Rock
eða Ashern, og er það þolandi á vetrum, en verra á
sumrum. Oftast hafa þeir þó haft vélabát á vatn-
inu, og styrkti stjórnén þá fultninga um eitt skeið.
en nú er því hætt.
B. Wapah pósthérað
Um þiá bygð má að flestu leyti segja það sama
sem um Reykjavíkur-hérað. — Þar hefir að öllu
leyti verið við sömu erfiðleika að stríða, nema
það sem þar eru “færri hendur á skinni” til fram-
kvæmda. Það sem þar hefir verið gert til framfara
mun að mestu leyti vera verk Ragnars Johnsons,