Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Síða 68
70
brjósti sóma íslendinga. Hún var í einu orði sagt.
mikilhæf og göfug kona. IHún dó úr Spönsku veik-
inni 30. nóv. 1918. Seinni kona Friðbjörns er IG-uð-
rún Melsted, systir Sigurðar Melsted í Winnipeg og
þeirra systkina, mesta myndarkona. Var hún 'áður
gift Stef'áni Sveinssyni Sölvasonar frá Skarði í
Skagafirði og konu hans, Moniku Jónsdóttir. Af
fyrra hjónabandi eru 6 Ibörn, hér talin eftir aldurs-
röð: 1. Felix, giftur Sigrúnu Margrétu Hafliðadóttir
Guðmundssonar og konu hans Halldóru Stefáns-
dóttir Sveinssonar, á heima í Edmonton, Alta.; 2.
Jón Vilbert, giftur hérlendri konu býr í Edmontlon;
3. Carl giftur hérlendri konu, nú skilin, hýr í Govan,
Sask. Var áður bankastjóri, hefir skrifstofu [þar. 4.
Friðrik, í Glenboro, hans er getið í sérstökum þætti.
5. Ida, gif't hérlendum manni býr nálægt Govan,
Sask.; 6. Rurik, ógiftur í Vancouver, B. C. Frið-
björn er spakur maður eins og þeir bræður allir.
lítill maður vexti, léttur og snar á fæti, ábyggilegur
og hagsýnn í peningasökum og hefir komið ár sinni
vel fyrir borð, ætíð glaðvær og góður heim að
sækja. Hann sat í sveitarstjórn í Argyle um tíma.
var lengi virðingarmaður sveitar sinnar, og í Glen-
boro var hann í bæjarráðinu um tíma. Hann hætti
búskap um 1912, hefir síðan verið ýmist í Glenboro
eða í Winnipeg, rak verzlun um tíma í Glenboro
með myndarskap.
Friðrik Friðbjörnsson (Frederickson) er fædd-
ur í Argyle-ibygðinni 11. apríl 1889, isonur Frið-
björns S. Friðrikssonar og fyrri konu hans iSig-
ríðar Jónsdóttir, sem hér er getið að framan. —
Friðrik clst upp með foreldrunr sínum og naut
almennrar ibarnaskólamentunar; ungur fór Ihann
að vinna við verzlunarstörf í Glenboro. — Árið
1911 fór liann að verzla á eiginn reikning, keypti
Friðjóns búðina og verzlun Sigmar Bros. & Co.,
og 1919 tók hann við stærstu verzlun bæjarins
af þeim félögunr. — Var í félagi með Herman S.