Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Page 71
73
vandaður að ihann vildi aldrei vamm sitt vita.” —
Margrét var hín skörulegasta kona og vel látin, hí-
býlaprúð og glaðvær. Börn þei-rra eru: 1. Björg,
gift Priðrik Bjarnasyni í Winnipeg; 2. Anna gift
Ólafi Björnssyni í Winnipeg; 3. Marín, gift hérlend-
um, býr í Kamsack, Sasik.; 4. L'iija, gift ihérlendum,
býr í Nelson, B. C.; 5. Albert, og 6. Jón, báðir giftir
og búa vestur á Kyrrahafsströnd.
Jón Magnússon Nordal. — Fæddur að Svarta-
gili í N'orðurárdal í Mýrasýslu, 14. sept. 1842. Var
hann af hinni fjölmennju Háafellsætt kominn. F'aðir
hans var Magnús Guðmundsson Hjálmssonar,
ihreppstjóra að Háafelli.
Vestur Ælutti Jón 1876,
fór til Mikleyjar og var
þar fyrstu 4 árin, flutti
þá til Winnipeg og til
Argyle 1883, nam lland
suðvestur frá Cypresr
River og var bær hans
nefndur Mýri. Hann var
dugnaðarmaður, og varð
brátt með gildustu bænd-
um, græddi fé á tá og
fingri, en var hinn vand-
aðasti maður í orði og
athöfn. Jón var tvígiftur,
var fyrri íkona Ihans ISig-
ríður Þorvaldsdóttir, —
misti hann hana skömmu eftir aldamótin, brá hann
búi um 1906 og 'fór til Glenboro, giftist 'hann þá í
annað sinn Steinunni Jóhannsdóttir frá Litla Ósi í
Húnavatnssýslu, fædd 1868, ólst upp á Sauðadalsá
hjá Ósk ólafsdóttir, kom vestur 1902. Börn Jóns a
fyrra hjónabandi voru: 1. Guðrún, gift Guðmundi
Símonarsyni, dáin 15. ágúst 1927; 2. Ingibjörg,
ekkja Halldórs Hjaltasonar Sveinssonar, bónda i
Argyle-bygð, dáinn 22. marz 1921, ættaður úr ísa