Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Blaðsíða 75
77
bata. Hefir hann fengist við landbúnað jafnframt
verzlunarstarfinu og færst mikið í fang. Guðm á
prýðilegt beimili í Glenboro, hefir ihann lagt rækt
við blómarækt og stundar það af alúð. Hann er
blómavinur og bjartsýnn.
Guðmundur Símonarson (W. G. Simmons). —
Hann var landnemi í Argyie-bygð, bjó |þar lengstan
aldur sinn, stundaði landbúnað í stórum stíl. Var
líka einn stærsti þreskivélaeigandi og atvinnuveit-
andi meðal vestur íslenzkra bænda á sinni tíð. —
Starfrækti hann í mörg ár þrjár þreskivélar, sem
hver mun hafa kostað frá þrjú til fimm þúsund dali,
gaf hann hópum manna atvinnu áriega. Guðimund-
ur var fæddur í Gönguskörðum í Skagafirði 27.
sept. 1865. Poreldrar Símon Símonarson og Valdís
Guðmundsdóttir frá Krossum í Staðarsveit. Kom
til Vesturheims 1874, var fyrsta veturinn í Kin-
mount, Ont., |þá nokkur ár í Nýja íslandi, til Argyle
kom hann 1882. Til Glenboro flutti hann 1903 og
rak þar umfangsmikla akuryi'kjuverkfæra-verzlun í
félagi með hérlendum manni, til 1905, þá brann
verzlunin, skaðaðist hann stórlega á þeim viðskift-
um. Flutti hann þá til Argyle aftur. Prá 1912 tii
1915 var hann í þjónustu sambandsstjómarinnar og
ferðaðist þá víða um Canada í þarfir innanríkis-
deildarinnar, bjó hann þá í Winnipeg, hvarf þá aftur
á bújörð sína í Argyie. 1923 hætti hann algerlega
við búskap og flutti til Winnipeg. Kona hans var
Guðrún Jónsdóttir Magnússonar Nordal og konu
hans Sigríðar Þorvaldsdóttir. Var hún fædd á
Svartagili í Norðurárdal í Mýrasýslu 15. apríl 1871.
Kom hún vestur með foreldrum sínum 1876. Guðm
og Guðrún voru glæsileg hjón, og heimili þeiira var
höfðingjasetur, var þar og oft glatt á hjalla. —
Mannfjöldi var þar jafnan til heimilis sem á höfiuð-
bólum á íslandi. Gestir og gangandi áttu þar ætíð
góðum viötökum að fagna. Guðrún var frábær
skörungur sem húsfreyja, dugleg og myndarleg.