Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Síða 78
80
hann störf sín meö alúð, en sótti lítt eftir metorð-
um. Var hann fyrir íslendingum í 'Glenboro, og að
verðugleikum mest metinn, eftir að Friðjón flutti
burt, hann er giftur konu af þýzkum ættum, hefir
þeim ekki orðið barna auðið. Hefir kona hans náð
íslenzku tungutaki og talar íslenzku fullum fetum, er
hún talin hin vænsta kona, og hefir hjónabandið
verið mjög hamingjusamt.
Sigurjón Sigmar, bróðir .Xristjáns er fæddur á
Hóli í Reykjadal, er 2 árum yngri en Kristján, hanu
ólst upp með íöreldrum sínum í Argyle-bygðinni,
hann er smiður og stundaði jafnframt landbúnað
og húsabyggingar áður en hann varð verzlunar-
maður í Glenboro 1906. Sigurjón er drengur góður
eins og bræður hans, hann er söngmaður góður og
verið í söngflokkum hér í bygðinni og einnig i
Winnipeg. Á fyrri árum söng hann oft einsöngva á
samkomum liér, hann var skartsmaður mikill og
smekkvís. Kona hans er Lovísa Guðrún Johnstöne
frá Wynyard, fríð kona og myndarleg. Heimiii
þeirra hefir verið í Winnipeg síðan þeir bræður
hættu verzlun hér. Hefir hann nú um nokkur ár
starfað í þjónustu Alberts C. Jónssonar, fasteigna-
sala og konsúls.
Sveinn Björnsson. — Fæddur á Brunnastöðum
á Vatnsleysuströnd 1861. Foreldnar hans voru
Björn Guðnason og fyrri kona hans Margrét ívars
dóttir, lieita bræður hennar Guðmundur, Gísli og
Eiríkur, nefndir Skjaldakotsbræöur, nafnkunnir sjó-
garpar og aflamenn á sinni tíð. Sveinn fór ungur
til Reykjavíkur og lærði járnsmíði hjá Bimi Hjalt-
sted er mörgum kendi járnsmíði í Reykjavík. —
Sveinn fór síðan til Seyðisfjarðar og var þar í 4
ár, og þar giftist hann Kristínu Þórarinsdóttir Finn-
bogasonar, járnsmiðs og Sigríðar konu hans. Til
Vesturheims fluttu þau 1887, var Sveinn fyrsta vet-
urinn í Keewatin, Ont.; til Glenboro fluttu þau hjón