Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Síða 83
85
iþá misti hann (hana. Síðasta kona hans er Ólína
Sigríður Jónasdóttir, ættúð úr Bárðardalnum. Börn
Árna af fyrsta hjónabandi: 1. Helgi Jónas, og 2.
Sigfús, 'bændiur í Minnesota. Sá fyrnefndi gif'tur
hérlendri konu, en Sigfús giftur Ellen Askdal frá
Minneota. Af öðru hjónabandi: 1. Vilborg Frið-
rikka, gift hérlendum, nú ekkja, býr í Breckinridge,
Minn.; og 2. iSigurður, bóndi nálægt Gleruboro. Af
síðasta hjónabandi: 1. Margrét, gift hérlendum, býr
í Madison, Minn.; 2. María, gift Albert Sigmar,
bónda fráGlenboro; 3. Óskar, giftur Láru Gísladótt-
ir Björnssonar frá IGrashóli, bónda í Argyle-bygð; 4.
Árni, stendur fyrir búi móður sinnar; 5. Ólivía Sig-
ríðiur, dáin 15. sept. 1936; 6. Esther Aðalheiður, gift
hérlenduim manni, D. Taft, býr í Glenboro. — Árni
var stórfhuga, með mikla starfslöngun, náttúru-
greindur og skemtilegur í samræðum, frábær höfð-
ingi heim að sækja, svo sinn líka átti hann óvíða,
hann var viðkvæmur og brjóstgóður, mátti ekkert
aumt sjá. Ólína iSigríður er hin mætasta kona,
skörungur á 'heimili og með afbrigðum dugleg. —
Börnin eru öll mannvænleg og vönduð í orði og at-
höfn. Árni var kjarkmaður og sýndi hann kjark
oa karlmennsku fram í andlátið. Hann dó 20. feb
1933.
Hans Jónsson. — Fæddur á Hallbjarnarstöðum
á Tjömesi 16. sept. 1870. Foreldrar Jón Jónsson
Vigfússonar og kona íhans iSigríður Jónsdóttir. Jón
faðir hans keypti Hringver á Tjörnesi af Skafta
Arasyni, en hann flutti vestur skömmu eftir 1870.
Var fjölda mörg 'ár hreppstjóri Iþar, dó 1889. -Hans
flutti til V.heims 1888 og staðnæmdist í Argyle-
bygð og hefir búið þar lengst af síðan. 1926 bygði
hann sér hús í Glenboro og hefir síðan verið iþar
með annan fótinn, en á landi sínu í Argyle við og
við, hefir jafnan lifað einbúa lífi. Á Islandi misti
hann vinstra handlegginn, var á ri,úpnaveiðum..
datt í fjallshlíð, skotið hljóp úr byssnnni os í
gegnum handlegginn. Hann var um 4 kl. gang frá.