Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Qupperneq 84
86
mannabygð, komst þó iheim. Varð að flytja hann á
handsleða til Akureyrar, því fannfergja var yfir alt,
en engin læknir nær. Varð hann að bíða meðan
sent var vestur í Skagafjörð eftir öðrum lækni, leið
hann miklar Iþjáningar alt (þar til hægt var að taka
af honum handlegginn. Hefir hann á undraverð-
ann hátt klofið þrítugann ihamarinn í lífsbaráttunni
þótt einhentur sé. Hans er greindur maður og hók-
hneigður, metur mikið íslenzk fræði og vel að sér
í íslenzkum bókmentum; hann er Iþéttur í lund og
þrautgóður og drengur bezti.
Bergur Gunnarsson Mýrdal. — Fæddur á Syðri-
götum í Mýrdal 21. jan. 1860. Foreldrar: Gunnar
Jóhannsson, hreppstjóri í Þórsholti í Mýrdal og
kona hans Halldóra Gíslasdóttir frá Mörtungu í
Meðallandi. Bergur ólst upp í Mýrdal. Giftist 22.
okt. 1882 Steinunni Þorkelsdóttir frá Hryggjum. —
Fluttust Iþau skömmu síðari til Norðfjarðar, stund-
aði Bergur sjómensku >þar í 19 ár, lengst formaður á
hát. Var all-heppinn aflamaður. Vestur fluttu þau
1902, fóru til Argyle og voru iþar til 1913 að frá-
skildum árunum 1903 og 1904 er þau voru nálægt
Gladstone. Fældust |þar með hann ihestar að vetr-
ariagi og meiddist hann mikið í fæti, hefir annar
fóturinn verið styttri síðan. Til Glenboro komn
þau 1913, stundaði hann algenga vinnu. Konu sína
misti hann 1922, bjó síðan lengst með ráðskonu.
Ragnheiði J. Davíðsson skáldkonu, hún dó 1935
Nú er Bergur kominn á ellihælið Betel, hann hefir
jafnan verið glaðvær og bjartsýnn. Einn son á
hann á lífi, Bergstein iað nafni, ibýr í Glenboro, Þor
steinn hét annar sonur hans, var bóndi í Argyle-
bygðinni, dó fyrir nokkum árum.
Bergsteinn Bergsson Mýrdal- —Fæddur í Mýr-
dal í V.-iSkaftafellss. 1882, sonur Bergs G. Mýrdal,
sem Ihér er getið, og konu hans iSteinunnar Þor-
keisdóttir. Á fyrsta ári fluttist liann með foreldr-
um sínurn til Norðfjarðar, ólst þar upp„ sótti hann
sjó með föður sínum, fór til V.heims ásamt bróðir