Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Blaðsíða 93
Meö byssu og boga.
Eftir Grím Eyford.
Dýraveiðar mun vera ein sú atvinnugrein, sem
íslendingar hér í landi hafa yfir höfuð lítið fengist
við; voru þeirri veiði óvanir að heiman og hafa ekki
haft tíma til að stunda hana eftir að hingað kom.
Áður en eg fór að heiman, var mér orðið nokk-
uð kunnugt um ýmsar afurðir og auðæfi þessa
iands; hafði fengið góðar upplýsingar um það hjá
vesturfara-agentunum, sem svo voru nefndir. Þeir
menn létu sér ant um að fræða fólk nm þau efni.
Aldred heyrði eg þá samt minnast einu orði á aðrar
veiðar hér en fiskiveiðar, og tel eg því víst að dýra-
veiðar hafi verið þeim að öllu ókunnar.
Fyrsta vetur minn hér vestra fyrir rúmum 40
árum hélt eg til á vesturströnd Winnipeg-vatns, sem
þá var alment kallað Nýja-ísland. Sá eg þann vetui
oft dýraslóðir, þó e'kki kæmi eg auga á dýrin sjálf.
Eg komst fljótt að því að landar mínir, sem þar
höfðu dvalið nokkur ár, voru að mestu ókunnugir
um háttu þessara dýra; álitu það ekki á annara
færi en Indíána að fást við þau. En af veiðiferðum
þeirra kunnu þeir frá mörgu að segja, og oft hafði
hrokkið ofan í þá biti af dýrakjöti, sem Indíánarnir
létu þá hafa með vægu verði. Var það einkum einn
Indíáni, sem oft hafði dýrakjöt á boðstólum; hét sá
maður Ramsey, og minnast margir íslendingar hans
hlýlega enn í dag, því oft hafði hann fært björg i
bú þeirra, þegar lítið var til og gengið vægt eftir
borgun.
Það var ekki fyrri en nokkrum árum seinna, og