Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Side 95
97
gruna að ekki væri alt með feldu og lét Lúa heyra
á m,ér að eg væri óánægður og hefði afráðið að fá
mér annan mann til leiðsagnar, setm eitthvað kynni
að dýraveiðum. Eg vissi að honum myndi ekki líka
það sem hezt. En hann lét ekkert á iþví bera, sagði
mér bara með hinni mestu einlægni að Iþriggja dala .
fylgdarmenn væru vanalega mjög lélegir, en afbur
vissi hann til þess að fimm dala menn væru ágætir
og brigðist aldrei veiði. Eg forðaðist að láta hann
sjá að mér gremdist Iþetta nokkuð, en ávítaði hann
fyrir að hafa ekki sagt mér þetta strax í byrjun,
sa.gðist ekkert sjá eftir að fleygja í hann nokkrum
dölum, en iþað væri mínkun fyrir hann ekki síður
en mig, ef við kæmum svo búnir úr þeirri ferð, hót-
aði honum jafnvel að skrifa grein um hann í Lög-
bergi, sem væri langstærsta biað í heimi (íslenzkt
bætti eg við). Þetta tók allan vind úr seglum karls
Hann varð eftir þetta hinn auðsveipnasti og hafði
aldrei í hrekkjum við mig framar. Næsta dag hag-
aði hann öllu til á annan hátt en fyrstu dagana
enda varð skjótt breyting á. Þann dag fengum við
tvö dýr, og lét hann mig skjóta þau bæði.
Þetta var mín fyrsta veiðiför hér í landi. Eg
átti eftir að fara margar slíkar, því í nær 30 ár.
leið aldrei svo eitt ár að eg ekki færi á dýraveiðar.
Var Lúi leneri framan af með mér á þeim ferðnm.
Hann kom til mín óboðinn eftir það á ári hverju.
eins eftir að eg hafði flutt þaðan burt. Fórum við
þá ætíð saman á veiðar og vorum fengsælir. Ee
var þá að mörgu betur útbúinn en hann og lagði
mig allan fram til að reynast honum jafnsniall en
aldrei lét hann á því bera að honum þætti neitt
varið í það, sem eg afrekaði í heim efnum. Hann
var snar á hólinu. Eitt sinn skaut eg elks-dýr eitt
mikið á afar löngu færi, skaut á iþað mörgium skor-
um áður en mér tókst að leggja það að velli. Á
meðan otóð Lúi bar eins oe steineerfine-ur. oe snerti
ekki við sinni byssu. Þegar dýrið féll, varð mér
litið til Lúa, hélt það kynni að hýrna svolítið yfir