Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Side 100
102
meðal Indíána um héruð áður áþekt, könnuðu ár og
vötn, yfirstigu oft miklar torfærur, fóru marga
glæfaför en það var til mikils að vinna, enda stóðu
hin öflugu verzlunarfélög oft á bak við þá á ferðum
þeim.
Enn má fullyrða að grávaran sé ein af hinum
dýrustu afurðum landsins og enn eru bogaveiðar
stundaðar af tmiklu kappi og af fjölda manna, þó all-
mikil breyting hafi orðið þar á síðan flugvélar tóku
að sér flutninga um norður héruðin.
Vanalega haga trappers veiðum sínum þannig:
Þeir fara einförum, leggja af stað úr bygðum um
mitt sumar með veiðarfæri og önnur áhöld og allra
nauðsynlegustu vörur, fyrst eftir brautum, svo
langt sem þær ná, síðan eftir ám og vötnum, oft
lienda þessir menn í krappan dans í strengjum og
fossum fljótanna og eins á sigling eftir stórvötun-
um. Bátar þeirra eru smáir og veigalitlir, vanalega
úr birkiberki eða þá húðkeypar, sem eru létttastir
allra báta. Ekki er hægt að nota stærri báta, því
oft verða menn að bera þá langar leiðir milli vatna
Fer oft langur tími í þann selflutning á bátum og
vörum yfir eiði þau. Er því oft liðið nokkuð fram
á haust, er á veiðistöðvarnar kemur, því reynt er að
fara sem allra lengst, helzt lengra en áður, því bæði
er |þar þá von um meiri veiðar, og eins að grávaran
reynist æ kostuglegri sem lengra dregur norður til.
Loksins, þegar þeir hafa valið sér veiðistöðvar,
helga þeir sér rétt til þeirra með því að ryðja braut,
merkja tré til beggja handa, byggja veiðikofa og
leggja dýraboga. Vanalega liggur sú braut fram
með ám eða vötnum, og er bogalína (trap-line'
sumra alt að 100 mílum, en veiðikofar með 20—30
mílna milliibili. Þessi forréttindi að veiðistöðvum,
sem menn helga sér á þann hátt, viðurkenna allir,
sem gildandi lög, þó ekki séu í letur færð. Dirfist
enginn að setja sig niður til veiða, þar sem annar er
fyrir, eða á nokkurn háttað áreita hann. Að stela