Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Side 102
104
Svo er eitt annað sem hér kemur til greina,
og sem oft ræður miklu um hagi þessara manna.
Það eru hin sterku áhrif sem þeir verða fyrir, eftiv
að hafa dvalið um tíma þar út í heimskauta lönd-
unum, það er þetta seiðmagn norðursins sem heillar
hugi þeirra. Þeir eru ekki lengur einmana. Að
vísu eru þeir fjarri mannahygðum, en þá um leið
þeim mun nær barmi náttúrunnar. “I love not man
the less, ibue nature more.”
Þegar þessir menn lögðu fyrst út í leiðangur-
inn norður um, hvort sem það voru veiðimenn að
safna grávöru, eða námamenn í málmleit, þá mun
hugsunin hafa aðallega verið sú að reyna að afln,
sér fjár, og síðar njóta þess í ró heima fyrir í sam-
búð við aðra. Mörgum hefir hepnast þetta, en þá
liefir einatt farið svo að þegar heim kom, hefir þeim
fyrst farið að leiðast. Röddin utan úr óbygðunum
hefir kallað á þá, og sú rödd hefir verið svo sterk
og töfrar hennar svo miklir að þeir hafa orðið að
hlýða henni. Er svo lagt af stað enn á ný til norð-
ursins. En nú er viðhorfið alt annað. Nú eru þeir
ekki að fara að heiman, heldur heim. Nú er ekki
lagt út í óvissu eða með kvíða fyrir því sem er fram-
undan. Nú dregur hugurinn þá 'hálfa leið. Nú
hlakka þeir til að heilsa upp á gamla kunningja,
heyra ljúfar raddir og vel kunnar. Vanalega fer
svo, að eftir að þessir menn hafa dvalið þar lengi,
eiga þeir þar heima og una sér hvergi annarsstaðar.
Helztu dýr sem veiðast eru þessi: Refir, rnest
hvítir (Arctic Fox), sem urmull er af þar norður
frá, Mink, Lynx, Marten og Fisher. Eru skinn af
tveim hinum síðar nefndu í afar háu verði og úlfar.
Einnig nokkuð af skógarbjörnum, sem eru Iþó frem-
ur lítils virði og Muskrat (vatnsrotta).
Af öllum loðdýrum er mestur hagnaður af
vatnsrottunum. Þessu litla dýri, sem líkist bifur
að öllu nema stærðinni og má finna í ám og vötn-
um um alt land hér, bygðir og óbygðir. Hiefir marg-