Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Page 103
105
ur frumbýlingur haft góðan hag af að veiða ,þær í
smátjörnum á landi sínu og víðar.
Margir álíta að þetta dýr myndi þrífast vel á
íslandi og verði til mikils hagnaðar fyrir landið. Eg
geri þá áætlan, ef 5—10 rottuhjónum, væri slept út
í Mývatn á Islandi og lofað að búa um sig og eiga
sig að öllu um ein 5 ár. þá myndi eftir það mega veiða
á því vatni svo mörg þúsund rottur árlega, að hagn-
aður af slíku yrði drjúgum meiri en af afurðum allra
þeirra bújarða, sem að því vatni liggja. Viðkoma
þessara dýra er afar mikil. Telst svo til að hjón,
sem byrja bú að vorinu til muni að hausti hafa
eignast um 70 afkomendur, suma af þeim afkom-
endur í 'þriðja lið.
Sem dæmi um þetta og hagnað, sem vænta
má af þessu, vil eg minnast hér á bræður tvo, sem
eg þekki. Þeir tóku eftir því fyrir 5 árum síðan að
veiði í vatni einu hér norðarlega í fylkinu, var mjög
að þrotum komin, svo ekki borgaði sig lengur ao
sinna veiði þar. Þeir keyptu þá einkaleyfi hjá stjórn
fylkisins til allra veiða í því vatni í tíu ár. Pyrstu
tvö árin létu þeir ekkert veiða en gerðu ýmsar um
bætur þar, settu stíflur í ár og læki sem úr því vaÆm
runnu, hækkuðu þannig vatnið um nokkur fet, og
flæddu um leið stórt svæði þar sem rottur höfðu
áður haldið til, en var nú uppþurkað og ekki not
hæft til nokkurs annars. Hin 3 síðastliðnu ár hafa
bræður þessir látið veiða um 70,000 rottur á þessu
vatni og selt skinn þeirra hér í borg með stórhagn-
aði, og hefir þó verið miklu til kostað, bæði með
umbætur og svo veiðarnar og flutning til og frá,
sem að mestu er höndlaður af flugvélum. Þetta
fyrirtæki þessara bræðra hefir vakið mikla eftir
tekt og margir aðrir hafa gert tilraunir á svipaðar.
hátt og lítur út fyirr að muni hepnast vél.
Heyrst hefir að menn iheima óttist skemdir af
þessu dýri. Hvaða skemdir? Ekki er nokkurt ein-