Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Page 107
109
söfnuði Únítara og Universalista í borginni Halifax
í Canada.
Við kosningar í Bandaríkjunum, 3. nóv. 1936
var Guðmundur S. Grímsson endurkosinn héraðs-
dómari Norður-Dakota ríkis.
Árið 1936, gaf herra Arnljótur B. Olson, há-
skóla Manitobafylkis í Winnipeg hið auðuga bóka-
safn sitt af eldri og yngri íslenzkum bókum, voru
það tvö þúsund og fimm hundruð bindi alls. Setur
hann það í samband við það, að stofnað verði var-
anlegt kennaraembætti við háskólann í norrænum
fræðum og tungu áður enn langt um líður.
í októbermánuði 1936 varð vikublaðið Heims-
kringla í Winnipeg 50 ára.
LEIÐRETTINGA R
við landnámssöguþátt ísl. í Keewatin, Ont.,
í Almanakinu 1936.
í þætti Magnúsar Sigurðssonar, bls. 29. eru
dætur hans tvær þær eldri eigi nefndar á nafn,
þær heita Margrét Björg sú elzta, næst henni er
Ragnhildur, sem tekið hefir kennarapróf. Vinna
þær systur báðar á heimilinu og út frá því eftir
kringumstæðum og tækifærum sem til falla. Yngri
drengurinn, heitir þremur nöfnum: Tómas Þorgrím-
ur Haf steinn. En úr honum eru gerðir þrír strákar,
sem er auðvitað eigi rétt.
í þætti Sigmundar Björnssonar á bls. 32, þar
sem talin eru upp systkini hans, þar stendur Guðný,
en á að vera Guðni, sem býr við Silver Bay og því
bróðir enn ekki systir.
í þætti Sigurðar Guðmundssonar Magnússonar
á bls. 28, er fyrri kona Sigurðar talin að vera Daní-
elsdóttir, en á að vera: Halldórsdóttir Jónssonar.
f þætti Hafsteins Sigurðssonar á bls. 23, er
Þórunn talin systir Ingibjargar, en á að vera systir
Guðrúnar móður Hafsteins.
B. Sveinsson