Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1905, Side 98
36.
á ekkert ótrúverðugt til í eigu sinni—ekkert undír-
ferli eða smjaður. Svo þegar elskhuginn kemur,
gefur saklausa stúlkan með barnshjartað honum
allt, af því hún elskar af öllu hjarta, og treystir
skilyrðislaust, svosem að sjálfsögðu þeirn sem hún
elskar. Þetta gjörir saklausa stúlkan með barns-
hjartað. En undirhyggjukonan reiknar elskhugann
fyrst til verðs, sem aðra markaðsvöru,—hvað gott
heimili hún fái með honum, hvað rnikið gullstáz,
hvað fín föt og hvað mikið af veraldar-upphefð.
Þar verður unnustinn að borga hvern koss fullu
verði, en saklausa stúlkan með barnshjartað elskar
og gefur skilyröislaust allt sem hún hefir til að gefa,
—allt sem hann óskar eftir, og þess vegna er það
sorglegt, ef maðurinn sem hún elskar, er œrulaus
fantur. “
,,Þarf konan þá ekki að líta eftir mannorði
sínu, eða hefir hún engu mannorði fyrir að fara?“
spurði sonurinn.
,,Er þá óheiðarlegt að gefa—gefa allt og und-
antekningarlaust? Það getur verið óheiðarlegt að
taka. En að gefa—aldrei\ Og það er konan, sem
bæði gefur og líður fyrir að gefa—borgar allan
reikninginn í þeim tilfellum fyrir þau bceði. Eða,
hvað líður maðurinn í þeim tilfellum? Er hann
fyrirlitinn? Er mannorði hans, lífsgleði og æru
stolið frá honum? Nei! Ekkert því lfkt skeður!
Skuldinni er æfinlega skellt á stúlkuna, þó hún sé
barn að aldri. Æfinlega.
,,Mér dettur ekki í hug að afsaka karlmanninn,
en ég vil ekki að hann þurfi að bera alla smánina,
en konan sleppi alveg við hana, “ svaraði hann
fremur seinlega.