Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1905, Blaðsíða 100
38-
aldrinum og aö hinar hœttulegustu þeírra, værí
hennar eigið meðfœdda barnslega sakleysi. Hún er
svo hneigð fyrir að treysta öðrum, af því hún sjálf
og hjálpar til að auka sálarstríð hennar og hlaða á .
hana nýjum skyldum og nýrri ábyrgð. Finnst þér
enn þá að konan sleppi?“
,,Nei— — e-n — , “
,,Nei! og þó hefi ég ekki sagt neitt umþaðsem
hún borgar, “ greip móðir hans fram í fyrir honum,
og hélt svo áfram með allmiklum hita. ,,Það byrj-
ar ekki fyr en eftir fæðinguna. Hún elskar þetta
barn með óstjórnlegri, brennandi ást, heitar og ó-
stjórnlegar af því að það er getið í synd—því svo
kallar heimurinn og heiðarlegheitin það. —Heið-
arlegheitin, sem kunna að reikna fyrirfram peninga-
gildi elskh ugans! Elskar það heitar og innilegar
segi ég, áf því það kostaði hana svo óútsegjanlega
mikið—af því að hún ól það í smán,—því þannig
kallar heimurinn hina hreinu, saklausu, barnslegu
ást, sem ekki kunni að tortryggja eða reikna kostn-
aðinn fyrirfram—-af því hún var sjálf í alla staði trú-
Verðug, og vonaðist þess vegna eftir trúverðugheit-
um hjá öðrum, Já, hún elskar þetta barn 'með
brennandi óstjórnlegri ást, af því hún líður fyrir þaö
fyrirlitning og einstæðingsskap. Hún elskar það
tvöfalt af því að það er föðurlaust og hún verðuf
að vera því allt. Hún verður að auðmýkja sig fyr-
ir foreldrum sínum, og hvísla að þeim vandrœðum
sínum til þess að þau miskuni sig yfir hana og barn-
ið hennar, Og það sem tekur út yfir allt annað,
sem hún hefir orðið að líða, þá verður hún nú að
skilja við barnið sitt—láta það frá sér, og afneita
því, hafi henni áður tekist að leyna ástandi sínu, til