Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1905, Blaðsíða 66
4-
Sera Jóns meö sinn fjöruga stílsmáta og sterku á-
deilur. Fyrsta ritgjöröin er eftir séra Friðrik Berg-
man: Kristsmynd úr íslenzkum steini. Fyrsta
setning þeirrar ntgjörðar lýsir henni allri, hún er
svo: ,, Eitt hið göfugasta í fari mannsins er hæfi-
leikinn til að trúa. Með trúnni opnast manni fyrst
algjörlega hinn andlegi heimur. ‘ ‘ Orðið trú er það
orð sem mestum misskilningi hefir valdið og hefir
verið teygt einna aulalegast af öllum orðum í ís-
lensku máli. Sögnin aff trúa á ekkert skilt við nafn-
orðið trú. Að trúa er að trúa hverju sem er, án
þess að hafa krafist sannana, en á ekkert skilt viö
trúbrögð eða átrúnað eða hjátrú eða blinda trú.—
En orðið trú táknar það sálarástand mannsins
sem er í sambandi við trúbrögð. Trúaður maður
verður að hafa einhverja trú, og hans trú er
einhver sérstök skoðun eða ímyndun um atriði
þau er skilningur hans ekki gat gripið. Eitthvert
hugmyndakerfi byggt á getgátu eða innbirlun sem
ekki kom frá heilbrigðu, heldur sýktu sálarástandi.
Undrun og ótti liggja þar til grundvallar. En í sam-
bandi með þessum eiginleika vinna vanalega aðrir
eiginleikar svo sem fegurðartilfinning, lotning og
aðdáun. Gjörir það trúna að því nýtilega sem hún
er og gefur henni siðferðisgildi. Engum manni er
eiginlegt að trúa, það er ekki hœfileiki, heldur
skortur á hæfileikum, svo sem samanburðar oghugs-
unargáfu. Margir trúmenn eru til og margir þeirra
mjög greindir menn, og hafa afkastað miklu góðu
og nytsömu verki fyrir heiminn. En fullkomnasta
mannvitið og dýpsta spekin hefir komið frá þeim
mönnum sem minnsta höfðu trúna. Efasemd á
gildi ósannaðra hluta, hefir skapað rannsókn, og